Fótbolti

Glódís Perla tekur við fyrirliðabandinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir með fyrirliðabandið sem hún tók við í leiknum á móti Frökkum á EM í fyrra.
Glódís Perla Viggósdóttir með fyrirliðabandið sem hún tók við í leiknum á móti Frökkum á EM í fyrra. Getty/Marcio Machado

Glódís Perla Viggósdóttir verður nýr fyrirliði íslensla kvennalandsliðsins í fótbolta. Landsliðsþjálfarinn tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag.

Glódís Perla tekur við fyrirliðabandinu af Söru Björk Gunnarsdóttur sem ákvað á að leggja landsliðskóna á hilluna á dögunum.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Glódís er reynslumesti leikmaður íslenska hópsins sem er að fara á Pinatar mótið seinna í þessum mánuði. Hún hefur þegar leikið 108 landsleiki þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gömul.

Glódís er ein af þeim sem hefur verið fyrirliði liðsins en hinar eru Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Dagný hefur spilað 108 landsleiki eins og Glódís.

Glódís er algjör klykilleikmaður í vörn íslenska liðsins og hún spilar einnig stórt hlutverk hjá þýska stórliðinu Bayern München.

Glódís hefur verið leiðtogi íslenska liðsins í langan tíma en nú er hún formlega orðin fyrsti fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×