„Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 14:31 Sara Björk Gunnarsdóttir Getty Images Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM í sumar og segir Sara Björk að þá hafi hugmyndin um að hætta kviknað. Draumur um að vera á meðal fyrstu íslensku kvennana til að spila á heimsmeistaramóti heillaði hins vegar. „Þetta var kannski svolítið í hausnum á mér eftir EM en svo var ég búin að ákveða það að ætla að komast á HM og klára það. Það hefði verið fullkomið að geta hætt þá, en því miður fór það ekki eins og maður ætlaði sér,“ segir Sara Björk. Klippa: Ótrúlega erfið ákvörðun Erfið ákvörðun Ísland tapaði naumlega leik fyrir Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar í forkeppni HM, en jafntefli hefði dugað á mótið. Í kjölfarið fór liðið í umspil þar sem liðið tapaði á grátlegan máta fyrir Portúgal þar sem dómari leiksins hafði sitt að segja. Eftir að HM draumurinn var úti tók Sara Björk sér góðan tíma til að íhuga málið áður en hún komst að þessari niðurstöðu. „Þannig að eftir Portúgalsleikinn var þetta orðið ofarlega í hausnum á mér og ég hugsaði þetta alveg fram yfir áramót og lét svo Steina [Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara] vita að ég væri búin að taka ákvörðun,“ segir Sara Björk. „En samt á sama tíma er var þetta ótrúlega erfið ákvörðun eftir svona mörg ár og líka það að ég mun halda áfram að spila með Juventus. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að tímapunkturinn og fyrir minn feril sé þetta besta ákvörðunin,“ segir Sara Björk. Álagið að segja til sín Sara Björk verður 33 ára gömul í september og hefur leikið á hæsta stigi Evrópuboltans undanfarin ár, með Rosengård, Lyon og nú Juventus. Hún segir margt liggja ákvörðuninni að baki, en álagið hafi þar sitt að segja auk móðurhlutverksins og hversu lítill tími gefst með fjölskyldunni. Sara Björk leikur í dag með Juventus á Ítalíu.Getty Images „Það eru margir hlutir sem spiluðu inn í. Þeir helstu eru að það er langt í næsta stórmót, ég er búin að vera núna að spila núna í nokkur ár á þessu stigi og maður finnur að líkaminn er að þreytast. Mér hefur fundist ég verið að halda svolítið mörgum boltum á lofti og vil reyna að minnka aðeins álagið og gefa mér og fjölskyldunni meiri tíma,“ „Ég vil reyna að vera 100 prósent á þeim stað sem ég er, einblína bara á Juventus og njóta heima með fjölskyldunni.“ segir Sara Björk. Viðtalsbútinn má sjá í spilaranum að ofan. Rætt verður nánar við Söru Björk í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Landslið kvenna í fótbolta Tímamót KSÍ Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM í sumar og segir Sara Björk að þá hafi hugmyndin um að hætta kviknað. Draumur um að vera á meðal fyrstu íslensku kvennana til að spila á heimsmeistaramóti heillaði hins vegar. „Þetta var kannski svolítið í hausnum á mér eftir EM en svo var ég búin að ákveða það að ætla að komast á HM og klára það. Það hefði verið fullkomið að geta hætt þá, en því miður fór það ekki eins og maður ætlaði sér,“ segir Sara Björk. Klippa: Ótrúlega erfið ákvörðun Erfið ákvörðun Ísland tapaði naumlega leik fyrir Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar í forkeppni HM, en jafntefli hefði dugað á mótið. Í kjölfarið fór liðið í umspil þar sem liðið tapaði á grátlegan máta fyrir Portúgal þar sem dómari leiksins hafði sitt að segja. Eftir að HM draumurinn var úti tók Sara Björk sér góðan tíma til að íhuga málið áður en hún komst að þessari niðurstöðu. „Þannig að eftir Portúgalsleikinn var þetta orðið ofarlega í hausnum á mér og ég hugsaði þetta alveg fram yfir áramót og lét svo Steina [Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara] vita að ég væri búin að taka ákvörðun,“ segir Sara Björk. „En samt á sama tíma er var þetta ótrúlega erfið ákvörðun eftir svona mörg ár og líka það að ég mun halda áfram að spila með Juventus. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að tímapunkturinn og fyrir minn feril sé þetta besta ákvörðunin,“ segir Sara Björk. Álagið að segja til sín Sara Björk verður 33 ára gömul í september og hefur leikið á hæsta stigi Evrópuboltans undanfarin ár, með Rosengård, Lyon og nú Juventus. Hún segir margt liggja ákvörðuninni að baki, en álagið hafi þar sitt að segja auk móðurhlutverksins og hversu lítill tími gefst með fjölskyldunni. Sara Björk leikur í dag með Juventus á Ítalíu.Getty Images „Það eru margir hlutir sem spiluðu inn í. Þeir helstu eru að það er langt í næsta stórmót, ég er búin að vera núna að spila núna í nokkur ár á þessu stigi og maður finnur að líkaminn er að þreytast. Mér hefur fundist ég verið að halda svolítið mörgum boltum á lofti og vil reyna að minnka aðeins álagið og gefa mér og fjölskyldunni meiri tíma,“ „Ég vil reyna að vera 100 prósent á þeim stað sem ég er, einblína bara á Juventus og njóta heima með fjölskyldunni.“ segir Sara Björk. Viðtalsbútinn má sjá í spilaranum að ofan. Rætt verður nánar við Söru Björk í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Landslið kvenna í fótbolta Tímamót KSÍ Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira