Erlent

Njósnabelgur svífur yfir Bandaríkjunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Larry Mayer tók þessa mynd af stórum hvítum belg hátt á lofti yfir Billings í Montana ríki um mánaðarmótin. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur þó ekki viljað staðfesta að um sama belg sé að ræða og herinn hefur verið að fylgjast með undanfarið. 
Larry Mayer tók þessa mynd af stórum hvítum belg hátt á lofti yfir Billings í Montana ríki um mánaðarmótin. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur þó ekki viljað staðfesta að um sama belg sé að ræða og herinn hefur verið að fylgjast með undanfarið.  Larry Mayer/The Billings Gazette via AP

Bandarísk stjórnvöld segjast vera að fylgjast grannt með stórum eftirlitsloftbelg sem svífur nú yfir Bandaríkjunum en er sagður á vegum Kínverja.

Belgurinn sem er hátt upp í himinhvolfinu sást síðast yfir Montana ríki og hafa hernaðaryfirvöld enn sem komið er ekki viljað skjóta belginn niður, af ótta við að brak úr honum lenti á fólki eða byggingum.

Kínverjar hafa ekkert tjáð sig um málið en Kanadamenn segjast hinsvegar einnig vera að skoða slíkt atvik, en svo virðist sem belgurinn hafi flogið yfir Alaska, í gegnum Kanada og til Bandaríkjanna.

Talsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir hinsvegar litla hættu vera af belgnum, því vel sé fylgst með honum og staðsetning hans sé yfirvöldum ávallt ljós á hverjum tíma. Þá er hann í svo mikilli hæð að farþegaþotum stafar engin hætta af honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×