Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Fyrirhuguð sala á eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar var harðlega gagnrýnd á Alþingi í morgun. 

Salan sem dómsmálaráðherra hefur fyrirskipað virðist þannig hafa komið formanni fjárlaganefndar á óvart en engin heimild er fyrir sölunni í fjárlögum. 

Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði af verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga.

Sviðsstjóri hjá Minjastofnun er hræddur um að illa verði komið fyrir húsvernd í landinu ef Minjastofnun verður undirsvið í mun stærri stofnun. Hann segir minjavernd frekar eiga heima í ráðuneyti menningarmála.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×