Fótbolti

Zlatan stefnir á endurkomu í næstu viku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það styttist í endurkomu Zlatans Ibrahimovic.
Það styttist í endurkomu Zlatans Ibrahimovic. getty/Marco Canoniero

Hinn 41 árs Zlatan Ibrahimovic stefnir á að spila með AC Milan á ný þegar liðið mætir Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í næstu viku.

Zlatan hefur verið frá keppni frá því í lok maí vegna hnémeiðsla. Núna, níu mánuðum seinna, styttist í endurkomu hjá þessum einstaka íþróttamanni.

Samkvæmt Corriere della Sera ætlar Zlatan að vera klár fyrir leik Milan og Torino föstudaginn 10. febrúar.

Milan mætir Inter í borgarslag um helgina og þarf nauðsynlega á góðum úrslitum að halda. Meistararnir hafa nefnilega ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum sínum og eru í 5. sæti.

Zlatan sneri aftur til Milan í árslok 2019 og hjálpaði liðinu að verða meistari í fyrra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.