„Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Ingunn Agnes Kro er stjórnarformaður Votlendissjóðs. Vísir/Sigurjón Stjórnarformaður Votlendissjóðs segir afköst sjóðsins á síðasta ári óásættanleg. Stjórnendur líti í eigin barm nú þegar verulega hefur verið dregið úr rekstri sjóðsins og framtíð hans í uppnámi. Hún hefur þó enn tröllatrú á vísindunum að baki verkefninu. Það var hátíðleg stund á Bessastöðum í apríl 2018 þegar Votlendissjóður tók formlega til starfa. Kynntar voru stórhuga fyrirætlanir um endurheimt votlendis. En nú, nær fimm árum eftir stofnun, er útlitið svart. Of fáir bjóða fram jarðir, að sögn sjóðsins. „Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. „En svo eru líka ytri aðstæður sem eru ekki að hjálpa til.“ Skrúfað hefur verið fyrir aðalfjármögnunarleiðina, sölu á svokölluðum kolefniseiningum sem fyrirtæki áttu að geta kolefnisjafnað sig með. Einingarnar fást nefnilega ekki vottaðar - sem þyði þó ekki að þær séu einskis nýtar. „Þetta eru ný viðmið sem eru bara nýbúin að taka gildi. Þannig að allt sem hefur verið sagt í fortíðinni það þarf ekki endilega að vera rangt,“ segir Ingunn. Eini starfsmaður sjóðsins, framkvæmdastjórinn Einar Bárðarson, hættir vegna stöðunnar. Helmingur resktrargjalda sjóðsins árið 2021 fór enda í laun og launatengd gjöld - en aðeins þriðjungur í endurheimt. Miðað er við að hægt sé að endurheimta um 100.000 hektara af framræstu votlendi á Íslandi. Votlendissjóður endurheimti aðeins 79 hektara í fyrra, langt undir 0,1 prósenti af endurheimtanlegu votlendi semsagt. Óásættanlegt að mati stjórnarformannsins - sem hefur þó fulla trú að vísindunum að baki verkefninu. „Við höfum allan tímann frá upphafi fengið landgræðsluna í að mæla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir og eftir framkvæmdir þannig að við erum nákvæmlega viss um hver er árangur hverrar og einnar framkvæmdar hjá okkur,“ segir Ingunn. Umhverfismál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Það var hátíðleg stund á Bessastöðum í apríl 2018 þegar Votlendissjóður tók formlega til starfa. Kynntar voru stórhuga fyrirætlanir um endurheimt votlendis. En nú, nær fimm árum eftir stofnun, er útlitið svart. Of fáir bjóða fram jarðir, að sögn sjóðsins. „Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. „En svo eru líka ytri aðstæður sem eru ekki að hjálpa til.“ Skrúfað hefur verið fyrir aðalfjármögnunarleiðina, sölu á svokölluðum kolefniseiningum sem fyrirtæki áttu að geta kolefnisjafnað sig með. Einingarnar fást nefnilega ekki vottaðar - sem þyði þó ekki að þær séu einskis nýtar. „Þetta eru ný viðmið sem eru bara nýbúin að taka gildi. Þannig að allt sem hefur verið sagt í fortíðinni það þarf ekki endilega að vera rangt,“ segir Ingunn. Eini starfsmaður sjóðsins, framkvæmdastjórinn Einar Bárðarson, hættir vegna stöðunnar. Helmingur resktrargjalda sjóðsins árið 2021 fór enda í laun og launatengd gjöld - en aðeins þriðjungur í endurheimt. Miðað er við að hægt sé að endurheimta um 100.000 hektara af framræstu votlendi á Íslandi. Votlendissjóður endurheimti aðeins 79 hektara í fyrra, langt undir 0,1 prósenti af endurheimtanlegu votlendi semsagt. Óásættanlegt að mati stjórnarformannsins - sem hefur þó fulla trú að vísindunum að baki verkefninu. „Við höfum allan tímann frá upphafi fengið landgræðsluna í að mæla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir og eftir framkvæmdir þannig að við erum nákvæmlega viss um hver er árangur hverrar og einnar framkvæmdar hjá okkur,“ segir Ingunn.
Umhverfismál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira