Pogba meiddur á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2023 18:46 Pogba gekk í raðir Juventus frá Manchester United á nýjan leik síðasta sumar. Daniele Badolato/Getty Images Franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba hefur ekki enn spilað fyrir Juventus á leiktíðinni eftir að ganga í raðir félagsins síðasta sumar. Hann var á bekknum í síðasta deildarleik liðsins en er nú aftur kominn á meiðslalistann. Þetta staðfesti Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðsins gegn Lazio í átta liða úrslitum ítalska bikarsins annað kvöld. Þar kom fram að serbneski framherjinn Dušan Vlahović verði í byrjunarliðinu en Pogba sé kominn aftur á meiðslalistann. Vlahović hefur ekki byrjað leik síðan í október og sagðist Allegri ekki viss hvort hann gæti spilað allan leikinn frá upphafi til enda. Pogba hefur verið að glíma við meiðsli síðan hann sneri aftur til Ítalíu frá Manchester United. Miðjumaðurinn knái var á bekknum í óvæntu tapi gegn Monza í síðustu umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, en þá hafði hann verið náð að æfa með liðsfélögunum sínum í dágóða stund. Það virðist hafa komið bakslag í meiðslin og nú er Pogba aftur á meiðslalistanum. Juventus þarf að rífa sig upp gegn Lazio ef ekki á illa að fara en liðið er í frjálsu falli eftir að 15 stig voru dæmd af því þar sem bókhald félagsins stemmdi ekki. Juventus hefur áfrýjað en eins og staðan er í dag er liðið í 13. sæti Serie A með 23 stig að loknum 20 leikjum. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27. janúar 2023 17:01 „Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. 25. janúar 2023 16:02 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Þetta staðfesti Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðsins gegn Lazio í átta liða úrslitum ítalska bikarsins annað kvöld. Þar kom fram að serbneski framherjinn Dušan Vlahović verði í byrjunarliðinu en Pogba sé kominn aftur á meiðslalistann. Vlahović hefur ekki byrjað leik síðan í október og sagðist Allegri ekki viss hvort hann gæti spilað allan leikinn frá upphafi til enda. Pogba hefur verið að glíma við meiðsli síðan hann sneri aftur til Ítalíu frá Manchester United. Miðjumaðurinn knái var á bekknum í óvæntu tapi gegn Monza í síðustu umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, en þá hafði hann verið náð að æfa með liðsfélögunum sínum í dágóða stund. Það virðist hafa komið bakslag í meiðslin og nú er Pogba aftur á meiðslalistanum. Juventus þarf að rífa sig upp gegn Lazio ef ekki á illa að fara en liðið er í frjálsu falli eftir að 15 stig voru dæmd af því þar sem bókhald félagsins stemmdi ekki. Juventus hefur áfrýjað en eins og staðan er í dag er liðið í 13. sæti Serie A með 23 stig að loknum 20 leikjum.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27. janúar 2023 17:01 „Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. 25. janúar 2023 16:02 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27. janúar 2023 17:01
„Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. 25. janúar 2023 16:02