Erlent

Kyn­lífs­s­vall og svefn­leysi banar poka­köttum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Karlkyns pokakettir drepast í stórum stíl vegna svefnleysis og kynlífssvalls yfir fengitímann.
Karlkyns pokakettir drepast í stórum stíl vegna svefnleysis og kynlífssvalls yfir fengitímann. Getty/Boris Roessler

Niðurstöður nýrrar ástralskrar rannsóknar benda til að karlkyns pokakettir fórni svefni til að tryggja sér kynlíf og að þessi forgangsröðun spili stóran þátt í ótímabærum dauða þeirra. Rannsóknin bendir til að karldýrin ferðist langar vegalengdir í von um að finna kvendýr og sleppi því að sofa á meðan. 

Mýmörg dæmi eru um að karldýrin drepist eftir eina fengitíð en kvendýrin geta lifað og fjölgað sér í allt að fjögur ár. 

„Þeir ferðast um langar vegalengdir til þess að makast eins oft og hægt er og svo virðist vera sem þessi mökunarþörf þeirra sé svo sterk að þeir sleppi því að sofa,“ segir Christofer Clemente, sem fer fyrir rannsókninni hjá Háskólanum í Queensland. 

Rannsakendur söfnuðu gögnum í 42 daga með því að festa litla bakpoka, með staðsetningarbúnaði, við vilta pokaketti á Groote Eylandt, eyju rétt utan við norðurströnd Ástralíu. 

Nokkrir pokakattanna sem þeir fylgdust með gengu meira en tíu kílómetra á einni nóttu, sem rannsakendur segja samsvara fjörutíu kílómetrum fyrir mannfólk. 

Þá komust rannsakendur að því að á karldýrunum megi finna fleiri sníkjudýr, sem þeir telja vera vegna þess að karldýrin eyða minni tíma í þvott á meðan á fengitíma stendur.   Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.