Dýragarðurinn í Dallas er sá stærsti og elsti sinnar tegundar í Texas-ríki í Bandaríkjunum en honum var komið á laggirnar árið 1888. Þar búa yfir tvö þúsund dýr og heimsækja rúmlega milljón manns garðinn á ári hverju.
Í janúar var greint frá því að hlébarði hafi sloppið úr búri sínu en hann fannst heill á húfi sama dag. Svo virtist sem gat hafi verið sagað á búr hlébarðans og hann þannig sloppið. Honum tókst ekki að koma sér úr garðinum sjálfum og fannst stuttu frá búrinu sínu. Þá fannst einnig gat á búri langur-apanna en engum þeirra tókst að sleppa.
Í síðustu viku fannst labbóttur hrægammur, sem er í útrýmingarhættu, dauður í garðinum. Garðurinn bauð tíu þúsund dollara í verðlaun fyrir þá sem gætu veitt upplýsingar um dauða hans en á honum var „grunsamlegt sár“ sem talið er að hafa leitt hann til dauða.
Það var síðan á mánudaginn sem enn einn dularfulli atburðurinn átti sér stað. Þá sluppu tveir keisaratamarin apar úr búri sínu eftir að sagað var gat á það. Lögregla taldi að öpunum hafi verið rænt. Þeir fundust síðan í gærkvöldi í skáp í yfirgefnu húsnæði um 26 kílómetrum frá Dallas.
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan í Dallas bað í gær um aðstoð almennings við að finna mann sem talinn er eiga aðild að málinu.
Dallas Police are looking for the public s help in identifying the pictured individual. Detectives are looking to speak with the man in regard to the two tamarin monkeys missing from the Dallas Zoo.
— Dallas Police Dept (@DallasPD) January 31, 2023
Anyone with information- call 214-671-4509. pic.twitter.com/VVvvHFAdgJ