„Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 31. janúar 2023 19:44 Þórdís Kolbrún ásamt þeim Tobiasi Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Anniken Huitfeldt, utanríkisráðherra Noregs og Johönnu Sumuvuori, ráðuneytisstjóra í finnska utanríkisráðuneytinu, í pallborðsumræðunum í dag. Stjórnarráð Íslands. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnaráðs Íslands. Í dag tók Þórdís Kolbrún þátt í pallborðsumræðum ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Finnlands um hnattrænar áskoranir og áhrif þeirra á íbúa norðurslóða. Þar bar hæst annars vegar loftslagsváin og margháttaðar afleiðingar hennar fyrir bæði líf og umhverfi svæðisins og hins vegar áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu á ríkjasamstarf á norðurslóðum. Þórdís Kolbrún undirstrikaði hve skaðleg áhrif innrásin hefði haft á norðurslóðasamvinnu og ekki væri hægt að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Mikill samhljómur var í pallborðinu um mikilvægi samstöðu norðurskautsríkjanna sjö sem í kjölfar innrásarinnar gerðu hlé á samstarfi við Rússland á vettangi Norðurskautsráðsins. „Við erum öll sammála um að það þjóni hagsmunum allra til lengri tíma að Norðurskautsráðið verði áfram helsti vettvangur norðurslóðasamvinnu. Hins vegar er ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja og það er alls ekki hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði utanríkisráðherra í umræðunum. Heimsótti fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins Í máli sínu minnti Þórdís Kolbrún einnig á mannauð norðurslóða og nauðsyn þess að virkja sköpunarkraft íbúanna til að finna nýjar, grænar lausnir. Fyrr í dag átti Þórdís Kolbrún fund með norrænu kollegunum um borð í norska rannsóknaskipinu Prins Haakan. Þar voru meðal annars til umfjöllunar innganga Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu og formennska Íslands í Evrópuráðinu. Þá átti utanríkisráðherra fund með bandarískum embættismönnum þar sem málefni norðurslóða og stríðið í Úkraínu voru helst til umræðu. Ráðherra heimsótti ennfremur fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins og var viðstödd formlega opnun skrifstofu Arctic Mayors Forum, sem eru samtök bæjarfélaga á norðurslóðum, en Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar var fyrsti formaður samtakanna 2019-2022. Norðurlandaráð Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Loftslagsmál Utanríkismál Evrópusambandið Noregur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Finnland Rússland Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnaráðs Íslands. Í dag tók Þórdís Kolbrún þátt í pallborðsumræðum ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Finnlands um hnattrænar áskoranir og áhrif þeirra á íbúa norðurslóða. Þar bar hæst annars vegar loftslagsváin og margháttaðar afleiðingar hennar fyrir bæði líf og umhverfi svæðisins og hins vegar áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu á ríkjasamstarf á norðurslóðum. Þórdís Kolbrún undirstrikaði hve skaðleg áhrif innrásin hefði haft á norðurslóðasamvinnu og ekki væri hægt að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Mikill samhljómur var í pallborðinu um mikilvægi samstöðu norðurskautsríkjanna sjö sem í kjölfar innrásarinnar gerðu hlé á samstarfi við Rússland á vettangi Norðurskautsráðsins. „Við erum öll sammála um að það þjóni hagsmunum allra til lengri tíma að Norðurskautsráðið verði áfram helsti vettvangur norðurslóðasamvinnu. Hins vegar er ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja og það er alls ekki hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði utanríkisráðherra í umræðunum. Heimsótti fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins Í máli sínu minnti Þórdís Kolbrún einnig á mannauð norðurslóða og nauðsyn þess að virkja sköpunarkraft íbúanna til að finna nýjar, grænar lausnir. Fyrr í dag átti Þórdís Kolbrún fund með norrænu kollegunum um borð í norska rannsóknaskipinu Prins Haakan. Þar voru meðal annars til umfjöllunar innganga Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu og formennska Íslands í Evrópuráðinu. Þá átti utanríkisráðherra fund með bandarískum embættismönnum þar sem málefni norðurslóða og stríðið í Úkraínu voru helst til umræðu. Ráðherra heimsótti ennfremur fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins og var viðstödd formlega opnun skrifstofu Arctic Mayors Forum, sem eru samtök bæjarfélaga á norðurslóðum, en Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar var fyrsti formaður samtakanna 2019-2022.
Norðurlandaráð Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Loftslagsmál Utanríkismál Evrópusambandið Noregur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Finnland Rússland Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira