West átti flottan feril og lék meðal annars með Inter og AC Milan. Hann er þeim sem spiluðu Championship Manager 2001-02 einnig að góðu kunnur en hann var sannkallaður svindkall í þeim ágæta leik.
West var einnig þekktur fyrir flippaðar hárgreiðslur en erfitt er að finna lit sem var ekki í hári Nígeríumannsins á einhverjum tímapunkti.
Í dag kemur West ekkert nálægt fótbolta heldur er kaþólskur prestur og predikar orð guðs fyrir hvern þann sem heyra vill.
Algengast er að fótboltamenn fari í þjálfun eða starfi í sjónvarpi eftir að ferlinum lýkur en West tók algjöra U-beygju í lífinu.