Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2023 07:00 Sigurður Orri Hafþórsson er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Stöð 2/Arnar Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. Tré á lóð nágrannans sem skyggir á útsýni, sterk matarlykt frá íbúðinni að ofan eða dúndrandi tónlist sem berst frá næstu íbúð á nóttunni. Þessar aðstæður kannast eflaust einhverjir við en nágrannar geta jú í sumum tilfellum gert fólki lífið leitt. Ónæði frá nágranna getur þó verið lögmætt, eins og stanslaus barnsgrátur en um leið og það er komið út fyrir ákveðinn þolmarkaþröskuld getur verið tilefni til aðgerða. „Það eru ákvæði í fjöleignarhúsalögum til að t.d. láta banna búsetu eiganda sem hagar sér ekki í húsi og gert honum að selja eignarhluta sinn en það þarf ofboðslega mikið að koma til,“ sagði Sigurður Orri Hafþórsson, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Aðsókn í sáttameðferð Og því önnur vægari úrræði sem hægt er að grípa til. Til að mynda nokkurs konar sáttameðferð sem húseigendafélagið býður upp á en þá reyna lögfræðingar félagsins að lægja deilumál og segir Sigurður nokkuð algengt að fólk hafi samband við félagið. „Og það er oft þannig að einhver maður sem hefur stjórnað fábýli með ógnarvaldi í mörg ár, hann telur að hann megi það. Hann telur að hann megi hagnýta garðinn eins og hann vill. Hann telur að hann megi leggja þvottahús í sameign undir sig. Svo þegar hann fær að heyra það frá okkur, sem þekkjum inn á lögin, þá er hann fljótur að fara til baka og átta sig á því að hann er ekki í rétti.“ Vinda mjög fljótt upp á sig Sigurður segir að nágrannaerjur eigi það til að byrja sem lítið vandamál sem vindur mjög fljótt upp á sig og verður að nokkuð hatrömmum deilum enda sé friðhelgi fólks undir, miklar tilfinningar og einhvers konar barátta um mörk. Nefnir hann sem dæmi deilu sem kom á borð félagsins þar sem íbúi í tvíbýli var duglegur að grilla á kolagrilli með tilheyrandi brælu sem nágranna hans fyrir ofan fannst óþolandi en þorði ekki að hefja samtalið. „Endaði með því að alltaf þegar maðurinn á neðri hæðinni fór að grilla þá fór maðurinn á efri hæðinni að hrista teppin sín beint yfir grillið og matinn. Þarna urðu mjög miklar deilur á mjög skömmum tíma út af einhverju sem skiptir kannski ekki það miklu máli, að það sé ekki hægt að ræða um það.“ Fólk dragi það oft að leita aðstoðar Sáttir náðust fljótt í þessu máli en Sigurður segir að fólk veigri sér oft við að leita aðstoðar vegna kostnaðar sem fylgi og reyni því innbyrðis að ná sáttum. „En svo verður það oft að það gerist ekki og deilurnar verða meiri og meiri í kjölfarið. Svo leitar fólk til okkar þegar það hefur engin önnur úrræði eftir og þá er oft mjög erfitt að leysa úr málum.“ Erfiðast í tví- og þríbýli „Svo vorum við með sinnepsmálið, þar voru miklar framkvæmdir á jarðhæð og eigandi á efri hæð var ósáttur við þetta. Hann var byrjaður að klína sinnepi, tómatsósu og salsasósu á eignarhluta hins. Þarna spyr maður sig: Er mögulegt að hægt væri að grípa í taumana fyrr og koma fólki í skilning um að það sé að valda eiganda ónáða án þess að grípa til svona úrræða? Ég veit það ekki.“ Í stóru fjölbýli er nokkuð auðvelt fyrir íbúa að beina nafnlausum kvörtunum til stjórnar húsfélags en það getur reynst mjög erfitt í fábýli. „Í tví- og þríbýli og fábýlum þá er þetta meira maður á mann. Þú þekkir nágrannann fyrir ofan þig og hann er kannski að haga sér illa og þá er erfitt að halda húsfund og fara yfir málin þar. Og það er auðvitað þannig að það eru vandamálin kannski verst. Það er verið að leita til okkar út af slæmri hegðun eða ónæði eigenda og fólk þorir ekki að taka á því.“ Dularfullt kattahvarf? Algengustu kvartanirnar snúa að ónæði sem raskar svefnfrið. Svæsnar nágrannaerjur hafa oft á tíðum ratað í fjölmiðla og þegar Sigurður er beðinn um að nefna dæmi segir hann okkur frá fjölskyldu sem flytur í fjölbýlishús og tekur upp á því að verka kjöt og fisk í sameiginlegu þvottahúsi. „Þú getur rétt ímyndað þér lyktina sem var þarna inni þegar fólk var að hengja upp hreinan þvott þannig það var ekki mjög geðslegt.“ Um sama leyti hvarf fjöldi katta í hverfinu og auglýsingum um týnda ketti komið upp víðs vegar. Að endingu flutti fjölskyldan úr húsinu eftir miklar kvartanir. „Og svo þegar fjölskyldan var hrakin í burtu þá linnti þessu auglýsingum. Hvort það sé orsakasamhengi þarna á milli það kannski get ég ekki sagt til um.“ Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Tré á lóð nágrannans sem skyggir á útsýni, sterk matarlykt frá íbúðinni að ofan eða dúndrandi tónlist sem berst frá næstu íbúð á nóttunni. Þessar aðstæður kannast eflaust einhverjir við en nágrannar geta jú í sumum tilfellum gert fólki lífið leitt. Ónæði frá nágranna getur þó verið lögmætt, eins og stanslaus barnsgrátur en um leið og það er komið út fyrir ákveðinn þolmarkaþröskuld getur verið tilefni til aðgerða. „Það eru ákvæði í fjöleignarhúsalögum til að t.d. láta banna búsetu eiganda sem hagar sér ekki í húsi og gert honum að selja eignarhluta sinn en það þarf ofboðslega mikið að koma til,“ sagði Sigurður Orri Hafþórsson, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Aðsókn í sáttameðferð Og því önnur vægari úrræði sem hægt er að grípa til. Til að mynda nokkurs konar sáttameðferð sem húseigendafélagið býður upp á en þá reyna lögfræðingar félagsins að lægja deilumál og segir Sigurður nokkuð algengt að fólk hafi samband við félagið. „Og það er oft þannig að einhver maður sem hefur stjórnað fábýli með ógnarvaldi í mörg ár, hann telur að hann megi það. Hann telur að hann megi hagnýta garðinn eins og hann vill. Hann telur að hann megi leggja þvottahús í sameign undir sig. Svo þegar hann fær að heyra það frá okkur, sem þekkjum inn á lögin, þá er hann fljótur að fara til baka og átta sig á því að hann er ekki í rétti.“ Vinda mjög fljótt upp á sig Sigurður segir að nágrannaerjur eigi það til að byrja sem lítið vandamál sem vindur mjög fljótt upp á sig og verður að nokkuð hatrömmum deilum enda sé friðhelgi fólks undir, miklar tilfinningar og einhvers konar barátta um mörk. Nefnir hann sem dæmi deilu sem kom á borð félagsins þar sem íbúi í tvíbýli var duglegur að grilla á kolagrilli með tilheyrandi brælu sem nágranna hans fyrir ofan fannst óþolandi en þorði ekki að hefja samtalið. „Endaði með því að alltaf þegar maðurinn á neðri hæðinni fór að grilla þá fór maðurinn á efri hæðinni að hrista teppin sín beint yfir grillið og matinn. Þarna urðu mjög miklar deilur á mjög skömmum tíma út af einhverju sem skiptir kannski ekki það miklu máli, að það sé ekki hægt að ræða um það.“ Fólk dragi það oft að leita aðstoðar Sáttir náðust fljótt í þessu máli en Sigurður segir að fólk veigri sér oft við að leita aðstoðar vegna kostnaðar sem fylgi og reyni því innbyrðis að ná sáttum. „En svo verður það oft að það gerist ekki og deilurnar verða meiri og meiri í kjölfarið. Svo leitar fólk til okkar þegar það hefur engin önnur úrræði eftir og þá er oft mjög erfitt að leysa úr málum.“ Erfiðast í tví- og þríbýli „Svo vorum við með sinnepsmálið, þar voru miklar framkvæmdir á jarðhæð og eigandi á efri hæð var ósáttur við þetta. Hann var byrjaður að klína sinnepi, tómatsósu og salsasósu á eignarhluta hins. Þarna spyr maður sig: Er mögulegt að hægt væri að grípa í taumana fyrr og koma fólki í skilning um að það sé að valda eiganda ónáða án þess að grípa til svona úrræða? Ég veit það ekki.“ Í stóru fjölbýli er nokkuð auðvelt fyrir íbúa að beina nafnlausum kvörtunum til stjórnar húsfélags en það getur reynst mjög erfitt í fábýli. „Í tví- og þríbýli og fábýlum þá er þetta meira maður á mann. Þú þekkir nágrannann fyrir ofan þig og hann er kannski að haga sér illa og þá er erfitt að halda húsfund og fara yfir málin þar. Og það er auðvitað þannig að það eru vandamálin kannski verst. Það er verið að leita til okkar út af slæmri hegðun eða ónæði eigenda og fólk þorir ekki að taka á því.“ Dularfullt kattahvarf? Algengustu kvartanirnar snúa að ónæði sem raskar svefnfrið. Svæsnar nágrannaerjur hafa oft á tíðum ratað í fjölmiðla og þegar Sigurður er beðinn um að nefna dæmi segir hann okkur frá fjölskyldu sem flytur í fjölbýlishús og tekur upp á því að verka kjöt og fisk í sameiginlegu þvottahúsi. „Þú getur rétt ímyndað þér lyktina sem var þarna inni þegar fólk var að hengja upp hreinan þvott þannig það var ekki mjög geðslegt.“ Um sama leyti hvarf fjöldi katta í hverfinu og auglýsingum um týnda ketti komið upp víðs vegar. Að endingu flutti fjölskyldan úr húsinu eftir miklar kvartanir. „Og svo þegar fjölskyldan var hrakin í burtu þá linnti þessu auglýsingum. Hvort það sé orsakasamhengi þarna á milli það kannski get ég ekki sagt til um.“
Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira