Mikael Egill gekk í raðir félagsins frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Spezia um miðja viku en hóf leik á varamannabekknum þegar Venezia fékk Cittadella í heimsókn í fallbaráttuslag í Feneyjum í dag.
Mikael sat allan tímann á bekknum og sá nýju liðsfélaga sína gera 1-1 jafntefli þar sem bæði mörk leiksins komu úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik.
Áfram munar því þremur stigum á þessum liðum en Cittadella er í 16.sæti með 24 stig á meðan Venezia hefur 21 stig í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar. Venezia, sem féll úr Serie A í fyrra, hefur nú leikið fimm leiki í röð án sigurs.