Fótbolti

Mikael Egill á bekknum og vandræði Venezia halda áfram

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikael Egill í leik með Spezia. Hann skipti nýverið yfir til Venezia.
Mikael Egill í leik með Spezia. Hann skipti nýverið yfir til Venezia. Matteo Ciambelli/Getty Images

Mikael Egill Ellertsson var ónotaður varamaður í fyrsta leik sínum með ítalska B-deildarliðinu Venezia í dag.

Mikael Egill gekk í raðir félagsins frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Spezia um miðja viku en hóf leik á varamannabekknum þegar Venezia fékk Cittadella í heimsókn í fallbaráttuslag í Feneyjum í dag.

Mikael sat allan tímann á bekknum og sá nýju liðsfélaga sína gera 1-1 jafntefli þar sem bæði mörk leiksins komu úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik.

Áfram munar því þremur stigum á þessum liðum en Cittadella er í 16.sæti með 24 stig á meðan Venezia hefur 21 stig í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar. Venezia, sem féll úr Serie A í fyrra, hefur nú leikið fimm leiki í röð án sigurs.


Tengdar fréttir

Mikael Egill skiptir um lið á Ítalíu

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson hefur gengið til liðs við ítalska liðið Venezia í ítölsku Serie B. Hann hefur skrifað undir samning til ársins 2027.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×