Erlent

Illa haldinn eftir hnífs­tungu­á­rás í mat­vöru­verslun í Kaup­manna­höfn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla telur að málin tengist ekki.
Lögregla telur að málin tengist ekki. Getty

21 árs gamall karlmaður var stunginn í matvöruverslun fyrr í kvöld og liggur þungt haldinn. Þrír hafa verið stungnir í Kaupmannahöfn í dag í tveimur aðskildum stunguárásum.

Tveir voru stungnir í hnífaárás í matvöruversluninni, sem er á Nørrebrogade, skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld. Eins og fyrr segir var annar mannanna 21 árs en hinn var 23 ára gamall. Sá síðarnefndi er ekki talinn vera alvarlega særður.

Þá var einn stunginn með hníf á Adelgade nærri Gothersgade í borginni fyrr í kvöld. Fórnarlambið særðist ekki alvarlega.

Lögregla telur málin ekki tengjast og ekki er vitað um tildrög árásanna. Enginn hefur verið handtekinn vegna hnífaárásarinnar í matvöruversluninni en lögregla hafði hendur í hári manns sem talinn er tengjast árásinni á Adelgade. Danska ríkisútvarpið greinir frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×