Simeone hetja Napoli gegn lærisveinum Mourinho

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/Getty

Napoli vann sinn fjórða leik í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið fékk Rómverja í heimsókn í kvöld.

Markahrókurinn Victor Osimhen náði forystunni fyrir heimamenn með stórkostlegu marki snemma leiks og leit lengi vel út fyrir þægilegan sigur heimamanna.

Stephan El Sharaawy kom inn af varamannabekk AS Roma í síðari hálfleik og hann náði að jafna metin fyrir gestina þegar stundarfjórðungur lifði leiks.

Annar varamaður, Giovanni Simeone, reyndist hetja heimamanna þegar hann skoraði sigurmark á 86.mínútu. Fékk Argentínumaðurinn góðan tíma til að athafna sig í vítateit Rómverja og nýtti sér það til fullnustu.

Bein lýsing

Leikirnir


    Fleiri fréttir

    Sjá meira
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.