Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu Eflingar og gagnrýni félagsins á störf Ríkissáttasemjara. Efling ætlar ekki að afhenda honum félagatal sitt svo hægt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sáttasemjara.

Þá heyrum við einnig í Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara sem segir engan lagalegan vafa um skýra heimild hans til að leggja fram miðlunartillögu í deilunni.

Öllu flugi Icelandair var aflýst í morgun vegna lægðarinnar sem gengur yfir og seinkanir hafa einnig verið margar í dag á flugi um Keflavíkurflugvöll.

Þá verður rætt við formann Neytendasamtakanna um auglýsingu smálánafyrirtækis sem býður möguleg verðlaun fyrir þá sem taka lán hjá fyrirtækinu. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.