Erlent

Á­rásar­maðurinn ekki talinn tengjast hryðju­verka­sam­tökum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Maðurinn hafði verið látinn laus úr fangelsi mjög skömmu fyrir atlöguna.
Maðurinn hafði verið látinn laus úr fangelsi mjög skömmu fyrir atlöguna. EPA-EFE/FLORIAN SPRENGER

Þrjátíu og þriggja ára gamall karlmaður sem stakk tvo til bana í lest í Norður-Þýskalandi í gær er ekki talinn tengjast hryðjuverkasamtökum. Maðurinn særði að minnsta kosti fimm til viðbótar, þar af eru tveir taldir í lífshættu.

Hnífaárásin átti sér stað í lest sem gengur milli Kíl og Hamborgar síðdegis í gær. Lestin var nálægt bænum Brokstedt þegar árásarmaðurinn réðst á fólk í lestinni. Þau sem létust voru 16 ára stúlka og 19 ára karlmaður. Fórnarlömbin þekktu hvort annað.

Lögregla handtók árásarmanninn á vettvangi og girti lestarstöðina af í gær. Hann slasaðist lítillega við handtöku og hlúð var að honum á spítala í gærkvöldi. Maðurinn situr nú í varðhaldi.

Maðurinn, sem er frá Palestínu, hefur búið í Þýskalandi síðan 2014, að því er fram kemur hjá Deutsche Welle. Lögregla segir að hann hafi nýlega verið látinn laus úr fangelsi en hann sat inni fyrir ofbeldisbrot. Maðurinn hefur þrisvar verið sakfelldur fyrir önnur brot. Yfirvöld segja of snemmt að slá því föstu hvað manninum hafi gengið til með ódæðinu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×