Erlent

Tveir látnir eftir stungu­á­rás um borð í lest í Þýskalandi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Árásin hefur ekki verið staðfest af yfirvöldum. Mynd tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Árásin hefur ekki verið staðfest af yfirvöldum. Mynd tengist fréttinni ekki með beinum hætti. EPA-EFE/RONALD WITTEK

Tveir eru látnir og að minnsta kosti fimm særðir eftir stunguárás í lest nærri bænum Brokstedt í Þýskalandi. 

Þessu greinir þýski miðilinn Bild frá. Þar kemur fram að einn hinna særður sé talinn í lífshættu.

Talsmaður þýsku lögreglunnar segir að farþegi hafi banað tveimur og sært að minnsta kosti fimm. Sjónarvottar lýsa því að til átaka hafi komið í lestinni sem gengur á milli Kíl og Hamborg.

Fram kemur að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og lestarstöðin í Brokstedt girt af.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×