Leikið er heima og að heiman svo að Milan er nú með 1-0 forskot fyrir seinni leik liðanna sem fram fer í Mílanó 6. febrúar.
Ítalska landsliðskonan Martina Piemonte skoraði sigurmark Milan í dag með skalla eftir aukaspyrnu Guðnýjar, þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Guðný lék allan leikinn líkt og Alexandra Jóhannsdóttir fyrir Fiorentina.
Anna Björk Kristjánsdóttir og stöllur hennar í Inter eru í fínum málum eftir 3-2 útisigur gegn Sampdoria. Anna Björk var hins vegar allan leikinn á bekknum. Inter komst í 3-0 í fyrri hálfleik en Sampdoria hélt sér ve inni í einvíginu með tveimur mörkum í seinni hálfleik og kom það seinna í uppbótartíma.
Roma er komið langleiðina í undanúrslit eftir 8-1 útisigur gegn Pomigliano en síðar í dag mætast svo Chievo Verona og Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, í fjórða og síðasta einvígi átta liða úrslitanna.