Spurði Jón hvort hann hyggðist láta skjóta sig með rafbyssu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2023 11:38 Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra vísir/vilhelm Það verður að koma í ljós hvort Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hyggist prófa það að láta skjóta sig með rafbyssu. Þetta kom fram í svari hans við spurningu Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata og nefndarmanns í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í gær. Þar sat Jón fyrir svörum um heimildir lögreglu til bera rafbyssur. Óskuðu nefndarmenn eftir nánari svörum við ýmsum spurningum sem vaknað hafa eftir að ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna tók gildi. Helsta breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. Arndís var fyrsti nefndarmaðurinn til að bera upp spurningu. Krafði hún Jón um ýmis svör við spurningum á borð við hvað hann teldi kalla á rafbyssuvæðingu lögreglunnar og við hvaða aðstæður hann sæi fyrir sér að slíkum vopnum yrði beitt. Lokaspurning Arndísar til ráðherra hefur þó vakið hvað mesta athygli. „Að lokum langar mig til að spyrja, í þessari fyrstu umferð, hvort að ráðherra hyggist prófa að láta skjóta sig með slíku vopni áður en þau verða tekin til notkunar?“ spurði Arndís. Eftir að hafa farið yfir fyrri spurningar Arndísar, svaraði hann því að lokum hvort hann hyggðist láta prófa að skjóta sig með rafbyssu. „Hvort að ég hyggist aftur prófa það að láta skjóta mig með rafvarnarvopni. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jón. Horfa má á spurningar Arndísar og svör Jóns í spilaranum hér fyrir neðan. Arndís hefur orðið frá 1:20 í spilaranum. Jón svarar frá 3:05 til 8:20. Svar Jóns við þeirri spurningu sem þessi frétt fjallar um má sjá frá mínútu 8:07. Ákvörðunin um að leyfa lögreglu að bera rafbyssur er umdeild. Umboðsmaður Alþingis hefur til að mynda óskað eftir skýringum frá Jóni, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. Sagðist Ólafur telja að notkunin á rafvopnum muni hefjast í lok árs eða byrjun næsta. Það verði menntaðir lögreglumenn sem munu nota þau. Alþingi Rafbyssur Píratar Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikil þjálfun framundan í notkun rafbyssa Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. 24. janúar 2023 21:09 „Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. 24. janúar 2023 17:40 Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. 23. janúar 2023 19:09 Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19. janúar 2023 13:07 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þar sat Jón fyrir svörum um heimildir lögreglu til bera rafbyssur. Óskuðu nefndarmenn eftir nánari svörum við ýmsum spurningum sem vaknað hafa eftir að ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna tók gildi. Helsta breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. Arndís var fyrsti nefndarmaðurinn til að bera upp spurningu. Krafði hún Jón um ýmis svör við spurningum á borð við hvað hann teldi kalla á rafbyssuvæðingu lögreglunnar og við hvaða aðstæður hann sæi fyrir sér að slíkum vopnum yrði beitt. Lokaspurning Arndísar til ráðherra hefur þó vakið hvað mesta athygli. „Að lokum langar mig til að spyrja, í þessari fyrstu umferð, hvort að ráðherra hyggist prófa að láta skjóta sig með slíku vopni áður en þau verða tekin til notkunar?“ spurði Arndís. Eftir að hafa farið yfir fyrri spurningar Arndísar, svaraði hann því að lokum hvort hann hyggðist láta prófa að skjóta sig með rafbyssu. „Hvort að ég hyggist aftur prófa það að láta skjóta mig með rafvarnarvopni. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jón. Horfa má á spurningar Arndísar og svör Jóns í spilaranum hér fyrir neðan. Arndís hefur orðið frá 1:20 í spilaranum. Jón svarar frá 3:05 til 8:20. Svar Jóns við þeirri spurningu sem þessi frétt fjallar um má sjá frá mínútu 8:07. Ákvörðunin um að leyfa lögreglu að bera rafbyssur er umdeild. Umboðsmaður Alþingis hefur til að mynda óskað eftir skýringum frá Jóni, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. Sagðist Ólafur telja að notkunin á rafvopnum muni hefjast í lok árs eða byrjun næsta. Það verði menntaðir lögreglumenn sem munu nota þau.
Alþingi Rafbyssur Píratar Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikil þjálfun framundan í notkun rafbyssa Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. 24. janúar 2023 21:09 „Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. 24. janúar 2023 17:40 Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. 23. janúar 2023 19:09 Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19. janúar 2023 13:07 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mikil þjálfun framundan í notkun rafbyssa Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. 24. janúar 2023 21:09
„Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. 24. janúar 2023 17:40
Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. 23. janúar 2023 19:09
Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19. janúar 2023 13:07