Innlent

Bein út­sending: Opinn fundur um heimild lög­reglu til að bera raf­byssur

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er einn gestir fundarins.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er einn gestir fundarins. Vísir/Vilhelm

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kemur saman til opins fundar til að ræða heimild lögreglunnar til að bera rafbyssur.

Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum að neðan.

Gestir á fundinum verða Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Runólfur Þórhallsson og Ólafur Örn Bragason frá embætti ríkislögreglustjóra og Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneytinu.

Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í gær og hefur þegar tekið gildi. Helsta breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota rafbyssur. Jón undirritaði reglugerðina 30. desember síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Lög­reglan hefur nú heimild til að nota raf­byssur

Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.