Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er einn gestir fundarins.Vísir/Vilhelm
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kemur saman til opins fundar til að ræða heimild lögreglunnar til að bera rafbyssur.
Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum að neðan.
Gestir á fundinum verða Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Runólfur Þórhallsson og Ólafur Örn Bragason frá embætti ríkislögreglustjóra og Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneytinu.
Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í gær og hefur þegar tekið gildi. Helsta breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota rafbyssur. Jón undirritaði reglugerðina 30. desember síðastliðinn.
Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli.
Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.