Erlent

Út­göngu­bann vegna ó­til­greindra öndunar­færa­veikinda í Pyongy­ang

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nýja árinu var fagnað í Norður-Kóreu síðustu helgi.
Nýja árinu var fagnað í Norður-Kóreu síðustu helgi. AP/Jon Chol Jin

Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum.

Í tilkynningunni er ekki talað um Covid-19 en íbúum sagt að dvelja heima við fram yfir næstu helgi og athuga nokkrum sinnum á dag hvort þeir eru með hita. Samkvæmt vefsíðunni NK News, sem fjallar um málefni Norður-Kóreu, voru íbúar að birgja sig upp í gær.

Ekki er vitað hvort útgöngubann er í gildi á öðrum svæðum í landinu.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu fyrst í fyrra að kórónuveirufaraldurinn hefði ratað inn í landið en lýstu yfir sigri yfir veirunni í ágúst. Engar tölur liggja fyrir um smitaða eða látna en gefnar voru út tölur yfir þá sem mældust með hita, sem náðu á tímabili 4,8 milljónum.

Engar upplýsingar hafa verið gefnar út um stöðu faraldursins frá því í lok júlí.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.