Innlent

Leggur til afnám við sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðismanna vill ekki segja til um hvort að einstaklingum innan þjóðkirkjunnar fækki mikið með breytingunni. Málið snúist um prinisipp. 
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðismanna vill ekki segja til um hvort að einstaklingum innan þjóðkirkjunnar fækki mikið með breytingunni. Málið snúist um prinisipp. 

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Breytingin felur í sér að færa ákvörðun um félagsaðild barna í trú- og lífsskoðunarfélög til foreldra og síðar til barnanna sjálfra þegar þau ná 12 ára aldri.

Í gildandi lögum eru börn sjálfkrafa skráð í sama trú- eða lífsskoðunarfélag og foreldrar þess óháð því hvort skýr afstaða foreldranna liggi fyrir. Með breytingunni þyrfti skýr afstaða foreldra eða barns að vera til staðar. Þá verður úrsögnum úr trúar- og lífsskoðunarfélögum beint til Þjóðskrár en ekki til forstöðumanns félaganna. Loks verður börnum 12 ára og eldri gert kleift að ákveða félagsaðild sína í trú- og lífsskoðunarfélag sjálf en ekki 16 ára eins og kveðið er á um í dag.

Hildur ræddi breytingarnar í Reykjavík síðdegis í dag:

Hún segir að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á fjárhagsstöðu trúfélaga þar sem fjárhæð fylgi ekki einstaklingi í trúfélagi fyrr en hann nær 16 ára aldri. Hún vill ekki segja til um hvort það muni fækka mikið í þjóðkirkjunni með breytingunni. „Það eru örugglega áhyggjur einhverra, ég ætla ekki að gera lítið úr því, en það má líka spyrja sig hvort eðlilegt sé að fólk sé í þjóðkirkjunni en veit varla af því,“ segir Hildur. 

Hún segir eðlilegast að ákvörðun um skráningu sé tekin með skýrum vilja viðkomandi. 

„Ég vil nota tækifærið og segja að ég er í engri herferð gegn þjóðkirkjunni með þessu frumvarpi. Ég er sjálf í þjóðkirkjunni og hef ekkert upp á hana að klaga. Þetta snýst ekkert um það heldur miklu frekar prinsippið um að svona ákvörðun eigi að vera tekin með meðvitund einstaklings.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.