Lelii lék með Þrótti þegar hún kom fyrst til Íslands árið 2017. Þá lék Þróttur í næstefstu deild, en það var núverandi þjálfari liðsins, Nik Chamberlain, sem fékk hana til félagsins á sínum tíma. Það tímabil lék Lelii 18 leiki fyrir Þrótt og skoraði sjö mörk.
Lelii gekk svo í raðir Hauka og hefur búið á Íslandi allar götur síðan. Alls hefur hún leikið 46 leiki á Íslandi og skorað í þeim 23 mörk. Hún lék síðast með ÍH.
„Hún hefur æft með mfl. Þróttar undanfarna mánuði, staðið sig mjög vel og mun styrkja hópinn verulega í sumar. Bjóðum hana velkomna í Þrótt á ný,“ segir í tilkynningu félagsins á Facebook.