Erlent

Leita að öðrum manni á sama fjalli

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikarinn Julian Sands hefur verið týndur í ellefu daga. Annar maður týndist á sama fjalli skammt frá Los Angeles um helgina.
Leikarinn Julian Sands hefur verið týndur í ellefu daga. Annar maður týndist á sama fjalli skammt frá Los Angeles um helgina. EPA/Tytus Zmijewski

Björgunarsveitir í Kaliforníu eru byrjaðar að leita að öðrum göngumanni sem týndist á sama fjalli og breski leikarinn Julian Sands týndist á. Sands hefur verið týndur í ellefu daga og nú er 75 ára gamall maður sem heitir Jin Chung einnig týndur. Hann sást síðast á sunnudaginn.

Chung fór með tveimur öðrum að fjallinu en fór einn í göngu. Hann ætlaði að hitta hina tvo aftur við rætur fjallsins á tilteknum tíma en mætti aldrei, samkvæmt tilkynningu frá fógetanum í San Bernardino-sýslu.

Sands er 65 ára gamall en lögreglunni barst tilkynningu um að hann væri týndur þann 13. janúar. Símagögn hafa sýnt að þá var hann á gangi upp fjallið, sem er skammt norðaustur af Los Angeles.

Aðstæður á Mt. Baldy hafa reynst björgunar- og leitarfólki erfiðar og hefur mikið verið notast við þyrlur og dróna. Mikill vindur hefur þó gert þyrluáhöfnum og drónaflugmönnum erfitt um vik. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa engin ummerki fundist um mennina tvo.

Sky News segir að einnig hafi verið notast við hunda við leitina og hellar við fjallið hefi einnig verið skoðaðir.

Fógetinn í San Bernardino-sýslu í Kaliforníu í deildi í nótt skilaboðum frá fjölskyldu Sands. Þar þakkar fjölskyldan öllum þeim sem hafa komið að leitinni og sömuleiðis fyrir þann stuðnings sem fjölskyldan hefur fengið.

Með skilaboðunum var skrifað að engu yrði til sparað og að leitinni yrði haldið áfram næstu daga.


Tengdar fréttir

Bíll Julian Sands er fundinn

Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×