Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2023 10:06 Charles McGonigal, stjórnaði gagnnjósnadeild FBI í New York frá 2016 til 2018. AP/John Minchillo Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. Þá er hann sagður hafa falið 225 þúsund dala greiðslur frá manni sem vann á árum áður fyrir leyniþjónustu Albaníu og McGonigal hefur verið ákærður fyrir fjárþvætti, brot á refsiaðgerðum og önnur brot. McGonigal, sem er 54 ára gamall, stjórnaði gagnnjósnadeild FBI í New York frá 2016 til 2018. Þar sem Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) má lögum samkvæmt ekki starfa innan landamæra ríkisins er það er það á herðum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að finna og handtaka njósnara í Bandaríkjunum. Bæði erlenda njósnara og innlenda og var hann með rússneska auðjöfurinn Oleg Deripaska til rannsóknar. Deripaska er mjög auðugur og náinn bandamaður Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Hann stakk margsinnis upp kollinum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og var beittur refsiaðgerðum árið 2018. Sjá einnig: Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var McGonigal handtekinn í gær. Sergey Shestakov var einnig handtekinn en sá er túlkur sem sagður er hafa unnið fyrir Deripsaka. Báðir lýstu yfir sakleysi sínu í dómsal í gær. Útvegaði dóttur njósnara starf hjá lögreglunni Shestakkov er sagður hafa verði milliliður milli McGonigal og Deripsaka. Árið 2018, skömmu áður en McGonigal settist í helgan stein, kynnti Shestakov hann fyrir manni sem starfaði á árum áður sem erindreki fyrir Sovétríkin og svo Rússland en starfaði á þessum tíma fyrir Deripaska. Maðurinn er talinn vera rússneskur njósnari. Shestakov bað McGonigal um að útvega dóttur hins meinta njósnara lærlingastöðu innan gagnhryðjuverkadeild lögreglunnar í New York, sem McGonigal samþykkti. Lögregluþjónn tilkynnti þó skömmu síður til yfirmanna sinna og til FBI að dóttir njósnarans hefði sagst eiga í nánu sambandi við starfsmann FBI og að hann hefði veitt henni aðgang að leynilegum gögnum. Lögregluþjóninum þótti það óeðlilegt fyrir háskólanema. Sjá einnig: Leita í húsum sem tengjast rússneskum ólígarka Eftir að McGonigal hætti hjá FBI, seinna á árinu 2018, fór hann að vinna sem rannsakandi hjá alþjóðlegu lögmannafyrirtæki. Þar vann hann að því að fá refsiaðgerðir gegn Deripaska felldar niður. McGonigal fékk þá 25 þúsund dali í gegnum fyrirtæki í eigu Shestakovs. Rannsakaði andstæðing Deripaska Svo var það árið 2021 sem McGonigal fór að rannsaka annan rússneskan auðjöfur, sem er andstæðingur Deripaska en þeir voru þá að berjast um stjórn rússneska fyrirtækis. McGonigal er sagður hafa fengið tugi þúsunda dala fyrir þá vinnu og fékk hann greiðslurnar í gegnum fyrirtæki sem vinur hans átti. Í ákærunni segir að hann hafi logið að vini sínum um greiðslurnar. McGonigal hefur einni verið ákærður vegna ferðar til Albaníu árið 2017. Þar hitti hann mann sem starfaði áður í albönsku leyniþjónustunni en sá lét McGonigal fá minnst 225 þúsund dali. Í Albaníu fundaði McGonigal einnig með forsætisráðherra landsins og varaði hann við því að veita rússneskum fyrirtækjum olíuleitarleyfi í Albaníu. Maðurinn sem hafði greitt McGonigal 225 þúsund dali og samstarfsmenn hans höfðu mikilla hagsmuna að gæta í því máli. Bandaríkin Rússland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Þá er hann sagður hafa falið 225 þúsund dala greiðslur frá manni sem vann á árum áður fyrir leyniþjónustu Albaníu og McGonigal hefur verið ákærður fyrir fjárþvætti, brot á refsiaðgerðum og önnur brot. McGonigal, sem er 54 ára gamall, stjórnaði gagnnjósnadeild FBI í New York frá 2016 til 2018. Þar sem Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) má lögum samkvæmt ekki starfa innan landamæra ríkisins er það er það á herðum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að finna og handtaka njósnara í Bandaríkjunum. Bæði erlenda njósnara og innlenda og var hann með rússneska auðjöfurinn Oleg Deripaska til rannsóknar. Deripaska er mjög auðugur og náinn bandamaður Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Hann stakk margsinnis upp kollinum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og var beittur refsiaðgerðum árið 2018. Sjá einnig: Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var McGonigal handtekinn í gær. Sergey Shestakov var einnig handtekinn en sá er túlkur sem sagður er hafa unnið fyrir Deripsaka. Báðir lýstu yfir sakleysi sínu í dómsal í gær. Útvegaði dóttur njósnara starf hjá lögreglunni Shestakkov er sagður hafa verði milliliður milli McGonigal og Deripsaka. Árið 2018, skömmu áður en McGonigal settist í helgan stein, kynnti Shestakov hann fyrir manni sem starfaði á árum áður sem erindreki fyrir Sovétríkin og svo Rússland en starfaði á þessum tíma fyrir Deripaska. Maðurinn er talinn vera rússneskur njósnari. Shestakov bað McGonigal um að útvega dóttur hins meinta njósnara lærlingastöðu innan gagnhryðjuverkadeild lögreglunnar í New York, sem McGonigal samþykkti. Lögregluþjónn tilkynnti þó skömmu síður til yfirmanna sinna og til FBI að dóttir njósnarans hefði sagst eiga í nánu sambandi við starfsmann FBI og að hann hefði veitt henni aðgang að leynilegum gögnum. Lögregluþjóninum þótti það óeðlilegt fyrir háskólanema. Sjá einnig: Leita í húsum sem tengjast rússneskum ólígarka Eftir að McGonigal hætti hjá FBI, seinna á árinu 2018, fór hann að vinna sem rannsakandi hjá alþjóðlegu lögmannafyrirtæki. Þar vann hann að því að fá refsiaðgerðir gegn Deripaska felldar niður. McGonigal fékk þá 25 þúsund dali í gegnum fyrirtæki í eigu Shestakovs. Rannsakaði andstæðing Deripaska Svo var það árið 2021 sem McGonigal fór að rannsaka annan rússneskan auðjöfur, sem er andstæðingur Deripaska en þeir voru þá að berjast um stjórn rússneska fyrirtækis. McGonigal er sagður hafa fengið tugi þúsunda dala fyrir þá vinnu og fékk hann greiðslurnar í gegnum fyrirtæki sem vinur hans átti. Í ákærunni segir að hann hafi logið að vini sínum um greiðslurnar. McGonigal hefur einni verið ákærður vegna ferðar til Albaníu árið 2017. Þar hitti hann mann sem starfaði áður í albönsku leyniþjónustunni en sá lét McGonigal fá minnst 225 þúsund dali. Í Albaníu fundaði McGonigal einnig með forsætisráðherra landsins og varaði hann við því að veita rússneskum fyrirtækjum olíuleitarleyfi í Albaníu. Maðurinn sem hafði greitt McGonigal 225 þúsund dali og samstarfsmenn hans höfðu mikilla hagsmuna að gæta í því máli.
Bandaríkin Rússland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira