Fótbolti

Inter mis­steig sig illi­lega

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tommaso Baldanzi fagnar sigurmarki sínu.
Tommaso Baldanzi fagnar sigurmarki sínu. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Inter tapaði óvænt á heimavelli fyrir Empoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Inter hafði unnið síðustu 9 deildarleiki sína gegn Empoli en tókst ekki að bæta þeim tíunda við, lokatölur á San Siro 0-1.

Miðvörðurinn Milan Škriniar nældi sér í tvö gul spjöld í fyrri hálfleik og því þurfti Inter að leika 50 mínútur manni færri. Það nýttu gestirnir sér og skoraði Tommaso Baldanzi eina mark leiksins á 66. mínútu þegar hann skilaði boltanum í netið með góðu skoti eftir sendingu frá Nedim Bajrami.

Lokatölur 0-1 og Inter áfram í 3. sæti deildarinnar með 37 stig, líkt og Roma sem situr í 4. sætinu. Empoli er í 9. sæti með 25 stig, tveimur meira en Juventus sem er sæti neðar eftir að fimmtán stig voru dregin af liðinu á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×