Hluti nemenda haldi sig heima og aðrir komi með nesti vegna myglu Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2023 20:15 Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í Flataskóla. Vísir/Sigurjón Niðurstöður úr sýnatökum í Flataskóla í Garðabæ benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum í skólanum til viðbótar vegna myglu. Nemendur í þriðja og sjöunda bekk þurfa að halda sig heima næstu tvo daga og aðrir nemendur þurfa að taka með nesti vegna lokunar mötuneytis skólans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var á forráðamenn barna við skólann, fréttastofa hefur póstinn undir höndum. Mygla greindist fyrst í Flataskóla úr sýnum sem tekin voru í október síðastliðnum. Í kjölfarið var farið í heildarúttekt innan skólans. Í tölvupóstinum segir að áhersla hafi verið lögð á að grípa skjótt til aðgerða og að Garðabær vinni náið með verkfræðistofunni Mannvit, sem heldur utan um sýnatökur og aðgerðir. „Mannvit upplýsti í dag, 23. janúar, um fyrstu niðurstöður úr sýnatökum sem fram fóru í desember og janúar en þær benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum til viðbótar í skólanum. Um er að ræða matsal og leikskóladeild skólans en einnig tvær kennslustofur 7. bekkja, eina stofu 3. bekkja, eina stofu 6. bekkja og sérkennslurými,“ segir í tilkynningunni. Til þess að geta brugðist við breyttum aðstæðum muni nemendur í þriðja bekk og sjöunda bekk þurfa að vera heima næstu tvo daga. Starfsemi leikskólans muni einnig liggja niðri næstu tvo daga. Mötuneytinu skellt í lás Þá segir að þeir nemendur sem munu geta mætt í skólann á morgun, þriðjudag, muni þurfa að taka með sér nesti í skólann vegna lokunar mötuneytisins. Frá og með miðvikudegi muni Matartíminn, sem rekur mötuneyti skólans, sjá nemendum í mataráskrift fyrir nesti. Þá segir að á næstu tveimur dögum muni starfsmenn skólans vinna að endurskipulagningu fyrir þá árganga sem um ræðir og forráðamenn verði áfram upplýstir um stöðu mála. Frekari niðurstaða sýnataka sé enn beðið og að Mannvit hafi ráðlagt Garðabæ að grípa til framangreindra ráðstafana í samræmi við verklag bæjarins. Óvissa með framhaldið Í tölvupóstinum segir að næstu skref verklagsins séu að loka umræddum rýmum með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir á þeim standa yfir. Beðið sé eftir endanlegum niðurstöðum sýnatöku og þá verði hægt að leggja heildarmat á ástand skólans og í kjölfarið ráðast í endurbætur þar sem þörf er á. Komi til þess verði afmörkuðum svæðum lokað með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir standa yfir. Víðtækar hreingerningar verði framkvæmdar strax eftir lagfæringar ásamt hreinsun loftræstikerfis og að lokum muni Mannvit sjá um eftirfylgni en sýnataka fari aftur fram tveimur til þremur mánuðum eftir að viðgerðum er lokið. Garðabær Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Skýrslan sem hvarf Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum. 17. janúar 2023 17:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var á forráðamenn barna við skólann, fréttastofa hefur póstinn undir höndum. Mygla greindist fyrst í Flataskóla úr sýnum sem tekin voru í október síðastliðnum. Í kjölfarið var farið í heildarúttekt innan skólans. Í tölvupóstinum segir að áhersla hafi verið lögð á að grípa skjótt til aðgerða og að Garðabær vinni náið með verkfræðistofunni Mannvit, sem heldur utan um sýnatökur og aðgerðir. „Mannvit upplýsti í dag, 23. janúar, um fyrstu niðurstöður úr sýnatökum sem fram fóru í desember og janúar en þær benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum til viðbótar í skólanum. Um er að ræða matsal og leikskóladeild skólans en einnig tvær kennslustofur 7. bekkja, eina stofu 3. bekkja, eina stofu 6. bekkja og sérkennslurými,“ segir í tilkynningunni. Til þess að geta brugðist við breyttum aðstæðum muni nemendur í þriðja bekk og sjöunda bekk þurfa að vera heima næstu tvo daga. Starfsemi leikskólans muni einnig liggja niðri næstu tvo daga. Mötuneytinu skellt í lás Þá segir að þeir nemendur sem munu geta mætt í skólann á morgun, þriðjudag, muni þurfa að taka með sér nesti í skólann vegna lokunar mötuneytisins. Frá og með miðvikudegi muni Matartíminn, sem rekur mötuneyti skólans, sjá nemendum í mataráskrift fyrir nesti. Þá segir að á næstu tveimur dögum muni starfsmenn skólans vinna að endurskipulagningu fyrir þá árganga sem um ræðir og forráðamenn verði áfram upplýstir um stöðu mála. Frekari niðurstaða sýnataka sé enn beðið og að Mannvit hafi ráðlagt Garðabæ að grípa til framangreindra ráðstafana í samræmi við verklag bæjarins. Óvissa með framhaldið Í tölvupóstinum segir að næstu skref verklagsins séu að loka umræddum rýmum með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir á þeim standa yfir. Beðið sé eftir endanlegum niðurstöðum sýnatöku og þá verði hægt að leggja heildarmat á ástand skólans og í kjölfarið ráðast í endurbætur þar sem þörf er á. Komi til þess verði afmörkuðum svæðum lokað með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir standa yfir. Víðtækar hreingerningar verði framkvæmdar strax eftir lagfæringar ásamt hreinsun loftræstikerfis og að lokum muni Mannvit sjá um eftirfylgni en sýnataka fari aftur fram tveimur til þremur mánuðum eftir að viðgerðum er lokið.
Garðabær Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Skýrslan sem hvarf Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum. 17. janúar 2023 17:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35
Skýrslan sem hvarf Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum. 17. janúar 2023 17:31