Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 09:35 Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í Flataskóla. Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. Þann 7. desember síðastliðinn barst foreldrum barna í Hofsstaðaskóla póstur þar sem niðurstöður úr sýnatökum skólans voru kynntar. Mygla hafði fundist undir gólfdúk í þremur kennslustofum. Jafnframt greindist mygla í ryki í tveimur öðrum stofum. Alls fimm myglaðar stofur. Í gær hófst vinna skólann þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót. Daginn eftir tilkynninguna frá Hofsstaðaskóla var barst tilkynning frá öðrum skóla í Garðabæ, Flataskóla. Þar hafði líka fundist mygla á nokkrum stöðum auk þess sem tekið var fram að ástæða væri til að skoða húsnæðið enn betur. Í gær hófst vinna við Hofsstaðaskóla þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót.Vísir/Sigurjón Foreldrafélag skólans hefur síðustu tvö ár ítrekað bent á að aðgerða sé þörf þar sem nemendur og starfsfólk hafi verið að veikjast. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum. Hún segir illa hafi verið staðið að viðhaldi og bæjaryfirvöld hafi brugðist seint við ábendingum. Þá hafi ekki verið staðið vel að þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í hingað til. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum.Vísir/Sigurjón „Þetta hefur haft afleiðingar bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Þrátt fyrir gott samstarf við skólastjórnendur þá var bærinn mjög seinn að bregðast við. Við bindum vonir við að nú verði staðið betur að þessu. Það var mjög beinskeyttur fundur með bæjarstjóranum með foreldrum um daginn og bærinn er í raun og veru búinn að lofa að núna verði betur verði staðið að þessu. Við munum fylgjast náið með að þeir standi við það.“ Guðrún segir bæjaryfirvöld hafa lofað allsherjar úttekt á skólanum. „Og við sjáum að þar sem myglan er að koma upp á fleiri en einum stað, að það er það eina í stöðunni." Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál.Vísir/Sigurjón Almar Guðmundsson tók við sem bæjarstjóri Garðabæjar í júní. Hann segir bæjarstjórnina taka stöðuna mjög alvarlega. „Það gerum við með því að fara í heildarúttektir í fyrsta lagi. Í öðru lagi bendi ég á það að það var einhugur í bæjarstjórninni um að fara í myndarlegt endurbótaátak á húsnæði bæjarins. Það gerum við auðvitað líka til að vera forvirk í okkar aðgerðum. Ekki bara til að bregðast við eins og við erum að gera núna.“ Löng barátta framundan Það var í upphafi síðast árs sem mygla greindist fyrst í Flataskóla. Almar segir ljóst að einhverjar aðgerðir hafi ekki heppnast nægilega vel. „Nú er mjög mikilvægt, og það hefur verið síðan í haust okkar markmið að upplýsa beint og eiga samtal. Og vera auðvitað með aðgerðarplan sem kemur í veg fyrir það sem við erum að glíma við. Við teljum að með hjálp góðra og öflugra sérfræðinga séum við að nálgast það en þessi barátta er löng og við ætlum að tryggja það að börn og starfsmenn séu í umhverfi sem er heilnæmt og í lagi.“ Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál. „Íbúar í Garðabæ geta treyst því að við munum fylgja þessu máli mjög vel eftir bæði varðandi viðgerðir og endurbætur en ekki síst varðandi upplýsingastreymi og svör við spurningum og endurbótum,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Mygla Skóla - og menntamál Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Þann 7. desember síðastliðinn barst foreldrum barna í Hofsstaðaskóla póstur þar sem niðurstöður úr sýnatökum skólans voru kynntar. Mygla hafði fundist undir gólfdúk í þremur kennslustofum. Jafnframt greindist mygla í ryki í tveimur öðrum stofum. Alls fimm myglaðar stofur. Í gær hófst vinna skólann þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót. Daginn eftir tilkynninguna frá Hofsstaðaskóla var barst tilkynning frá öðrum skóla í Garðabæ, Flataskóla. Þar hafði líka fundist mygla á nokkrum stöðum auk þess sem tekið var fram að ástæða væri til að skoða húsnæðið enn betur. Í gær hófst vinna við Hofsstaðaskóla þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót.Vísir/Sigurjón Foreldrafélag skólans hefur síðustu tvö ár ítrekað bent á að aðgerða sé þörf þar sem nemendur og starfsfólk hafi verið að veikjast. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum. Hún segir illa hafi verið staðið að viðhaldi og bæjaryfirvöld hafi brugðist seint við ábendingum. Þá hafi ekki verið staðið vel að þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í hingað til. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum.Vísir/Sigurjón „Þetta hefur haft afleiðingar bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Þrátt fyrir gott samstarf við skólastjórnendur þá var bærinn mjög seinn að bregðast við. Við bindum vonir við að nú verði staðið betur að þessu. Það var mjög beinskeyttur fundur með bæjarstjóranum með foreldrum um daginn og bærinn er í raun og veru búinn að lofa að núna verði betur verði staðið að þessu. Við munum fylgjast náið með að þeir standi við það.“ Guðrún segir bæjaryfirvöld hafa lofað allsherjar úttekt á skólanum. „Og við sjáum að þar sem myglan er að koma upp á fleiri en einum stað, að það er það eina í stöðunni." Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál.Vísir/Sigurjón Almar Guðmundsson tók við sem bæjarstjóri Garðabæjar í júní. Hann segir bæjarstjórnina taka stöðuna mjög alvarlega. „Það gerum við með því að fara í heildarúttektir í fyrsta lagi. Í öðru lagi bendi ég á það að það var einhugur í bæjarstjórninni um að fara í myndarlegt endurbótaátak á húsnæði bæjarins. Það gerum við auðvitað líka til að vera forvirk í okkar aðgerðum. Ekki bara til að bregðast við eins og við erum að gera núna.“ Löng barátta framundan Það var í upphafi síðast árs sem mygla greindist fyrst í Flataskóla. Almar segir ljóst að einhverjar aðgerðir hafi ekki heppnast nægilega vel. „Nú er mjög mikilvægt, og það hefur verið síðan í haust okkar markmið að upplýsa beint og eiga samtal. Og vera auðvitað með aðgerðarplan sem kemur í veg fyrir það sem við erum að glíma við. Við teljum að með hjálp góðra og öflugra sérfræðinga séum við að nálgast það en þessi barátta er löng og við ætlum að tryggja það að börn og starfsmenn séu í umhverfi sem er heilnæmt og í lagi.“ Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál. „Íbúar í Garðabæ geta treyst því að við munum fylgja þessu máli mjög vel eftir bæði varðandi viðgerðir og endurbætur en ekki síst varðandi upplýsingastreymi og svör við spurningum og endurbótum,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Mygla Skóla - og menntamál Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira