Hefðu ekki getað komið í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. janúar 2023 11:31 Reykjanesbrautinni var lokað í rúman sólarhring í desember. Vísir/Egill Starfshópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir að loka varð Reykjanesbraut vegna veðurs í desember. Fleiri tiltækar vinnuvélar hefðu þó getað stytt tímann sem var lokað og betur hefði mátt standa að snjómokstri. Innviðaráðherra mun veita Vegagerðinni heimild til að færa ökutæki við snjómokstur. Innviðaráðherra skipaði starfshópinn til að greina atburðarrásina og kanna hvað hefði betur mátt fara þann nítjánda og tuttugasta desember, þegar óveðrið gekk yfir en Reykjanesbrautin var þá lokuð í rúman sólarhring. Lokunin hafði meðal annars gríðarleg áhrif á flugumferð og raskaði ferðum um 24 þúsund farþega. Niðurstaða hópsins er að ekki hafi verið hægt að koma alfarið í veg fyrir að Reykjanesbrautinni var lokað þegar horft var til veðuraðstæðna og öryggi vegfarenda. Þó að Vegagerðin hafi fullnýtt mannskap og tæki til snjómoksturs hefði betur átt að standa að mokstri á brautinni. „Með fleiri tiltækum snjómoksturstækjum og snarpara viðbragði við að fjarlægja bíla sem sátu fastir í snjó hefði mátt stytta þann tíma sem brautin var lokuð. Þá hefði jafnframt mátt stytta lokunartímann ef til staðar hefðu verið tæki sem henta betur í að ryðja vegamót á brautinni en þau tæki sem Vegagerðin hafði yfir að ráða í slíka vinnu,“ segir í skýrslu hópsins. Þá hefði mögulega verið hægt að opna fyrr á mánudeginum ef auglýst hefði verið að leiðir til Grindavíkur og Voga væru ófærar. Öll áhersla hefði þá verið lögð tímabundið á að halda leiðinni til flugstöðvarinnar opinni og forgangsraða mokstri, jafnvel á kostnað annarra verkefna. Vegagerðin tók þátt í vinnu starfshópsins og hefur atburðurinn samhliða verið rýndur innanhúss, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þeirri vinnu verður haldið áfram næstu vikur og verklagi breytt eða skerpt á því eftir þörfum. Mikið álag hafi verið á starfsemi vaktstöðvarinnar og veðurtengdar áskoranir ekki einungis á Reykjanesbrautinni. Upplýsingagjöf og samhæfing upplýsinga sé lykilviðfangsefni en skerpa þurfi á samráði og veghald þurfi að vera skýrt. Skýrsla starfshópsins var birt á vef Stjórnarráðsins í dag en hópurinn leggur fram sex tillögur að úrbótum „Tillögur starfshópsins eru gagnlegar og munu nýtast þegar í stað við að gera nauðsynlegar breytingar á viðbragðsáætlun og skipulagi samskipta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en hann hyggst sömuleiðis virkja heimild umferðarlaga sem veitir Vegagerðinni heimild til að færa ökutæki við snjómokstur, sem var eitt helsta vandamálið í desember. Tillögur starfshópsins: Áætlun verði gerð um hvaða tækjabúnaður er nauðsynlegur við aðstæður sem þessar og um samnýtingu tækjabúnaðar ólíkra aðila á svæðinu. Vaktstöð Vegagerðarinnar fái heimild til nauðsynlegra framkvæmda innan fyrirfram skilgreinda marka þegar aðstæður eru illviðráðanlegar. Vegagerðin, í samráði við ríkislögreglustjóra, setji saman verkferla um ákvarðanatöku og framkvæmd lokunar og opnunar vega, við aðstæður þegar lögregla ákveður að beita heimildum til lokunar. Vegagerðin setji saman verkferla um miðlun upplýsinga til almennings, hagaðila og viðbragðsaðila, hvort sem samhæfingarstöð hefur verið virkjuð eða ekki. Ráðherra veiti Vegagerðinni skýra heimild til að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur, trufla umferð eða vinnu við veg. Gerðar verði tilteknar breytingar á viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna Reykjanesbrautar í ljósi reynslunnar í desember. Í skýrslunni eru tiltekin nokkur atriði, s.s. að endurmeta þurfi staðsetningu lokunarpósta, skilgreina eigi skilvirkara samstarf við lögreglu og kanna eigi hvort skilgreina þurfi varaleiðir til að halda opnum þrátt fyrir lokun Reykjanesbrautar. Snjómokstur Samgöngur Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir „Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. 21. desember 2022 12:26 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29 Veðurvaktin: Margmenni en stemning á Keflavíkurflugvelli Ekkert lát er á norðaustanáttinni sem leikið hefur landsmenn grátt síðan í gær. Vegir eru víða lokaðir og ákveðið hefur verið fresta fjölda flugferða. Fylgst verður með þróuninni í veðurvaktinni hér á Vísi. 20. desember 2022 09:11 Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. 19. desember 2022 09:58 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Innviðaráðherra skipaði starfshópinn til að greina atburðarrásina og kanna hvað hefði betur mátt fara þann nítjánda og tuttugasta desember, þegar óveðrið gekk yfir en Reykjanesbrautin var þá lokuð í rúman sólarhring. Lokunin hafði meðal annars gríðarleg áhrif á flugumferð og raskaði ferðum um 24 þúsund farþega. Niðurstaða hópsins er að ekki hafi verið hægt að koma alfarið í veg fyrir að Reykjanesbrautinni var lokað þegar horft var til veðuraðstæðna og öryggi vegfarenda. Þó að Vegagerðin hafi fullnýtt mannskap og tæki til snjómoksturs hefði betur átt að standa að mokstri á brautinni. „Með fleiri tiltækum snjómoksturstækjum og snarpara viðbragði við að fjarlægja bíla sem sátu fastir í snjó hefði mátt stytta þann tíma sem brautin var lokuð. Þá hefði jafnframt mátt stytta lokunartímann ef til staðar hefðu verið tæki sem henta betur í að ryðja vegamót á brautinni en þau tæki sem Vegagerðin hafði yfir að ráða í slíka vinnu,“ segir í skýrslu hópsins. Þá hefði mögulega verið hægt að opna fyrr á mánudeginum ef auglýst hefði verið að leiðir til Grindavíkur og Voga væru ófærar. Öll áhersla hefði þá verið lögð tímabundið á að halda leiðinni til flugstöðvarinnar opinni og forgangsraða mokstri, jafnvel á kostnað annarra verkefna. Vegagerðin tók þátt í vinnu starfshópsins og hefur atburðurinn samhliða verið rýndur innanhúss, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þeirri vinnu verður haldið áfram næstu vikur og verklagi breytt eða skerpt á því eftir þörfum. Mikið álag hafi verið á starfsemi vaktstöðvarinnar og veðurtengdar áskoranir ekki einungis á Reykjanesbrautinni. Upplýsingagjöf og samhæfing upplýsinga sé lykilviðfangsefni en skerpa þurfi á samráði og veghald þurfi að vera skýrt. Skýrsla starfshópsins var birt á vef Stjórnarráðsins í dag en hópurinn leggur fram sex tillögur að úrbótum „Tillögur starfshópsins eru gagnlegar og munu nýtast þegar í stað við að gera nauðsynlegar breytingar á viðbragðsáætlun og skipulagi samskipta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en hann hyggst sömuleiðis virkja heimild umferðarlaga sem veitir Vegagerðinni heimild til að færa ökutæki við snjómokstur, sem var eitt helsta vandamálið í desember. Tillögur starfshópsins: Áætlun verði gerð um hvaða tækjabúnaður er nauðsynlegur við aðstæður sem þessar og um samnýtingu tækjabúnaðar ólíkra aðila á svæðinu. Vaktstöð Vegagerðarinnar fái heimild til nauðsynlegra framkvæmda innan fyrirfram skilgreinda marka þegar aðstæður eru illviðráðanlegar. Vegagerðin, í samráði við ríkislögreglustjóra, setji saman verkferla um ákvarðanatöku og framkvæmd lokunar og opnunar vega, við aðstæður þegar lögregla ákveður að beita heimildum til lokunar. Vegagerðin setji saman verkferla um miðlun upplýsinga til almennings, hagaðila og viðbragðsaðila, hvort sem samhæfingarstöð hefur verið virkjuð eða ekki. Ráðherra veiti Vegagerðinni skýra heimild til að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur, trufla umferð eða vinnu við veg. Gerðar verði tilteknar breytingar á viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna Reykjanesbrautar í ljósi reynslunnar í desember. Í skýrslunni eru tiltekin nokkur atriði, s.s. að endurmeta þurfi staðsetningu lokunarpósta, skilgreina eigi skilvirkara samstarf við lögreglu og kanna eigi hvort skilgreina þurfi varaleiðir til að halda opnum þrátt fyrir lokun Reykjanesbrautar.
Tillögur starfshópsins: Áætlun verði gerð um hvaða tækjabúnaður er nauðsynlegur við aðstæður sem þessar og um samnýtingu tækjabúnaðar ólíkra aðila á svæðinu. Vaktstöð Vegagerðarinnar fái heimild til nauðsynlegra framkvæmda innan fyrirfram skilgreinda marka þegar aðstæður eru illviðráðanlegar. Vegagerðin, í samráði við ríkislögreglustjóra, setji saman verkferla um ákvarðanatöku og framkvæmd lokunar og opnunar vega, við aðstæður þegar lögregla ákveður að beita heimildum til lokunar. Vegagerðin setji saman verkferla um miðlun upplýsinga til almennings, hagaðila og viðbragðsaðila, hvort sem samhæfingarstöð hefur verið virkjuð eða ekki. Ráðherra veiti Vegagerðinni skýra heimild til að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur, trufla umferð eða vinnu við veg. Gerðar verði tilteknar breytingar á viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna Reykjanesbrautar í ljósi reynslunnar í desember. Í skýrslunni eru tiltekin nokkur atriði, s.s. að endurmeta þurfi staðsetningu lokunarpósta, skilgreina eigi skilvirkara samstarf við lögreglu og kanna eigi hvort skilgreina þurfi varaleiðir til að halda opnum þrátt fyrir lokun Reykjanesbrautar.
Snjómokstur Samgöngur Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir „Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. 21. desember 2022 12:26 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29 Veðurvaktin: Margmenni en stemning á Keflavíkurflugvelli Ekkert lát er á norðaustanáttinni sem leikið hefur landsmenn grátt síðan í gær. Vegir eru víða lokaðir og ákveðið hefur verið fresta fjölda flugferða. Fylgst verður með þróuninni í veðurvaktinni hér á Vísi. 20. desember 2022 09:11 Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. 19. desember 2022 09:58 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
„Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. 21. desember 2022 12:26
„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29
Veðurvaktin: Margmenni en stemning á Keflavíkurflugvelli Ekkert lát er á norðaustanáttinni sem leikið hefur landsmenn grátt síðan í gær. Vegir eru víða lokaðir og ákveðið hefur verið fresta fjölda flugferða. Fylgst verður með þróuninni í veðurvaktinni hér á Vísi. 20. desember 2022 09:11
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. 19. desember 2022 09:58