Innlent

Veður­vaktin: Marg­menni en stemning á Kefla­víkur­flug­velli

Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa
Keflavíkurflugvöllur er pakkfullur af ferðamönnum þessa stundina.
Keflavíkurflugvöllur er pakkfullur af ferðamönnum þessa stundina. Vísir/Fanndís

Ekkert lát er á norðaustanáttinni sem leikið hefur landsmenn grátt síðan í gær. Vegir eru víða lokaðir og ákveðið hefur verið fresta fjölda flugferða. Fylgst verður með þróuninni í veðurvaktinni hér á Vísi.

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir hvassviðri eða stormi með snjókomu eða éljum norðan- og austantil á landinu og víða skafrenningi. Gul viðvörun verður í gildi alls staðar á landinu fram á kvöld.

Reykjanesbraut hefur verið opnuð og streyma ferðalangar um hana, bæði til austurs og vesturs. Umferðarteppa myndaðist við flugstöðina fyrr í dag og hafa ferðamenn verið beðnir um að mæta ekki á flugvöllinn á einkabíl.

Sundlaugar Reykjavíkurborgar eru lokaðar í dag en verða opnar á morgun. Laugardalslaug opnar klukkan 7 í fyrramálið og aðrar laugar klukkan 11:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×