Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Bjarki Sigurðsson skrifar 22. janúar 2023 22:36 Lögreglan telur að þessi hvíti sendiferðabíll tengist árásinni. Getty/Brittany Murray Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. Karlmaður skaut að minnsta kosti tíu manns til bana og særði tíu til viðbótar í bænum Monterey Park í nótt. Þar var verið að fagna nýju tunglári og voru tugir þúsunda í bænum. Maðurinn náði að flýja af vettvangi en lögreglan hefur lítið viljað tjá sig um málið. Enn er ekki vitað hvert tilefni árásarinnar var. Í dag birti lögreglan mynd af manni sem talið er að sé árásarmaðurinn. Fólk var beðið um að gefa sig fram ef það vissi hver maðurinn væri. Tekið var fram á myndinni að maðurinn gæti verið vopnaður og hættulegur. Myndin sem lögreglan birti af meintum árásarmanni. Í kvöld hafa fjölmiðlar erlendis greint frá umsátri lögreglunnar við hvítan sendiferðabíl sem talinn er tengjast árásinni. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð til þar sem talið var að mögulega væri sprengja inni í bílnum. Manneskja var inni í bílnum en lögreglan gat ekki sagt til um hvort um væri að ræða grunaðan árásarmann. BBC greindi frá því klukkan rúmlega níu í kvöld að umsátrinu væri lokið og að ökumaður bílsins væri líklegast látinn. Þó hefur ekki tekist að staðfesta andlát hans. Lögreglan er enn að störfum þar sem hvíti sendiferðabíllinn var og hefur nú leitað inni í öðrum hvítum sendiferðabíl. Enn er ekkert að frétta um hver líðan mannsins í fyrri bílnum er eða hvort hann sé í raun og veru árásarmaðurinn. Klippa: Myrti tíu og tíu slasaðir Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Karlmaður skaut að minnsta kosti tíu manns til bana og særði tíu til viðbótar í bænum Monterey Park í nótt. Þar var verið að fagna nýju tunglári og voru tugir þúsunda í bænum. Maðurinn náði að flýja af vettvangi en lögreglan hefur lítið viljað tjá sig um málið. Enn er ekki vitað hvert tilefni árásarinnar var. Í dag birti lögreglan mynd af manni sem talið er að sé árásarmaðurinn. Fólk var beðið um að gefa sig fram ef það vissi hver maðurinn væri. Tekið var fram á myndinni að maðurinn gæti verið vopnaður og hættulegur. Myndin sem lögreglan birti af meintum árásarmanni. Í kvöld hafa fjölmiðlar erlendis greint frá umsátri lögreglunnar við hvítan sendiferðabíl sem talinn er tengjast árásinni. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð til þar sem talið var að mögulega væri sprengja inni í bílnum. Manneskja var inni í bílnum en lögreglan gat ekki sagt til um hvort um væri að ræða grunaðan árásarmann. BBC greindi frá því klukkan rúmlega níu í kvöld að umsátrinu væri lokið og að ökumaður bílsins væri líklegast látinn. Þó hefur ekki tekist að staðfesta andlát hans. Lögreglan er enn að störfum þar sem hvíti sendiferðabíllinn var og hefur nú leitað inni í öðrum hvítum sendiferðabíl. Enn er ekkert að frétta um hver líðan mannsins í fyrri bílnum er eða hvort hann sé í raun og veru árásarmaðurinn. Klippa: Myrti tíu og tíu slasaðir
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04