Innlent

Klaka­klumpar skemmdu bíl í Vestur­bænum

Árni Sæberg skrifar
Mesta mildi er að enginn var á gangi framan við húsið þegar klakinn féll.
Mesta mildi er að enginn var á gangi framan við húsið þegar klakinn féll. Björn Snorri Rosdahl

Mikið magn klaka rann ofan af þaki fjölbýlishúss í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að framrúða bíls skemmdist. Ljóst er að mikil hætta var á ferð.

Björn Snorri Rosdahl, íbúi á Holtsgötu varaði nágranna sína við hættunni af fallandi klaka í Facebook-hópnum Vesturbærinn í gær. 

„Þessir litlu ísjakar voru að renna af þakinu hérna á Holtsgötunni við Framnesveginn og brjóta framrúðuna á Suzuki-inum,“ segir Björn Snorri og deilir mynd sem sýnir mikinn klaka á gangstétt og við bíla sem lagt hafði verið á götunni.

Hann hvetur nágranna sína til þess að fara varlega við húsið og hús almennt. „Ef það hefði einhver orðið fyrir þessu þarf varla að spyrja að leikslokum,“ segir Björn Snorri.

Í athugasemd við færsluna segir Björn Snorri að húsið sem um ræðir sé fimm hæða og að aðgengi að þaki þess sé slæmt. Því hafi ekki verið unnt að hreinsa snjó og grýlukerti af þaki þess, þrátt fyrir tilraunir íbúa á fimmtu hæð. Til þess hefði þurft kranabíl.

Nokkuð hefur borið á því í kuldatíðinni undanfarið, og sérstaklega í asahlákunni í gær, að klaki og snjór falli af húsþökum. Því hafa húseigendur verið hvattir til að hreinsa snjó og klaka af þökum húsa sinna.


Tengdar fréttir

Tveir sárir í and­liti eftir að snjór féll af þaki í mið­bænum

Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.