Sigríður Pálína, oft kölluð Sigga Palla, hefur rekið Reykjanesapótek frá árinu 2017 og á þeim tíma getið sér gott orð á meðal Suðurnesjafólks fyrir einstaka þjónustulund. Hún er á vaktinni allan sólarhringinn, tilbúin að opna apótekið fyrir viðskiptavinum í bráðum vanda.
Á síðasta ári hlaut Sigga Palla styrk frá heilbrigðisráðuneytinu til að bjóða upp á lyfjafræðilega ráðgjöf í apótekinu. Í samtali við Víkurfréttir segir Sigga Palla að með því að færa lyfjaráðgjöf yfir í apótekin létti það upp að vissu marki álagið á læknum.
Nánar má lesa viðtal Víkurfrétta við Siggu í Víkurfréttum þessarar viku.