Innlent

Sig­ríður Pá­lína er Suður­nesja­maður ársins 2022

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigríður Pálína Arnardóttir er Suðurnesjamaður ársins 2022.
Sigríður Pálína Arnardóttir er Suðurnesjamaður ársins 2022. Víkurfréttir

Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, er Suðurnesjamaður ársins 2022 að mati Víkurfrétta. Sigríður er sú 33. til að hljóta nafnbótina. 

Sigríður Pálína, oft kölluð Sigga Palla, hefur rekið Reykjanesapótek frá árinu 2017 og á þeim tíma getið sér gott orð á meðal Suðurnesjafólks fyrir einstaka þjónustulund. Hún er á vaktinni allan sólarhringinn, tilbúin að opna apótekið fyrir viðskiptavinum í bráðum vanda. 

Á síðasta ári hlaut Sigga Palla styrk frá heilbrigðisráðuneytinu til að bjóða upp á lyfjafræðilega ráðgjöf í apótekinu. Í samtali við Víkurfréttir segir Sigga Palla að með því að færa lyfjaráðgjöf yfir í apótekin létti það upp að vissu marki álagið á læknum. 

Nánar má lesa viðtal Víkurfrétta við Siggu í Víkurfréttum þessarar viku.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.