Erlent

Kona og drengur létust eftir árás hvíta­bjarnar

Atli Ísleifsson skrifar
Hvítabjörninn var felldur af íbúa í Wales í kjölfar árásarinnar. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Hvítabjörninn var felldur af íbúa í Wales í kjölfar árásarinnar. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. AP

Kona og ungur drengur létust eftir að hafa orðið fyrir árás hvítabjarnar í Wales á vesturströnd Alaska í Bandaríkjunum í gær.

Erlendir fjölmiðlar segja á árásin hafi átt sér stað klukkan 14:30 að staðartíma. „Fyrstu upplýsingar benda til að hvítabjörninn hafi haldið inn í bæinn og elt fjölda íbúa,“ segir í tilkynningu frá þjóðvarðliðum í Alaska.

Árásir hvítabjarna eru ekki algengar í Alaska en sérfræðingar hafa þó varað við að dýrin gætu í auknum mæli leitað í mannabyggðir vegna minnkandi hafíss sem gerir þeim erfiðara að leita matar.

Þjóðvarðliðar segja að íbúi í Wales hafi drepið hvítabjörninn eftir árásina. Nöfn hinna látnu hafa enn ekki verið gerð opinber.

Íbúar í Wales eru um hundrað talsins.


Tengdar fréttir

Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísindamönnum á óvart

Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns.

Ísbirnir drepast í massavís við Hudsonflóa

Ísbirnir við Hudsonflóa í Kanada eru að deyja í massavís. Ástandið er sérstaklega slæmt hjá birnum og húnum en fækkun ísbjarna á svæðinu hefur valdið miklum áhyggjum meðal vísindamanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×