Annar flugritinn sendur til Frakklands til greiningar Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 14:14 Flugvélin brotlenti í gili og á enn eftir að finna lík tveggja sem voru þar um borð. AP/Yunish Gurung Yfirvöld í Nepal hafa sent annan af flugritum flugvélar sem brotlenti á sunnudaginn til Frakklands til rannsóknar. Um er að ræða þann flugrita sem geymir gögn um flugferðina en hinn flugritinn, sem tekur upp samskipti flugmanna í stjórnklefa flugvélarinnar verður rannsakaður í Nepal. Allir 72 um borð í flugvélinni dóu þegar hún hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá Pokhara flugvellinum á sunnudaginn. Ekki er búið að finna lík tveggja sem voru í flugvélinni en hún lenti í gili skammt frá flugvellinum. Búið er að skrúfa frá stíflu á svæðinu til að hjálpa til við leitina. Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að flugvélin, sem var af gerðinni ATR 72-500t og er framleidd í Frakklandi, hrapaði til jarðar. Minna en mínúta var frá því henni var flogið á loft og veður var gott. Sérfræðingar sem skoðað hafa myndefni af brotlendingunni segja AP fréttaveitunni að líklegast hafi flugvélin farið í ofris. Ekki er þó vitað hvað olli ofrisinu en þar koma bæði vélarbilun og mannleg mistök til greina, meðal annars. Video of what seems to be moments before the crash of Yeti Airlines ATR72 carrying 72 passengers near Pokhara Airport#aerowanderer #aviation #avgeek #nepal #yetiairlines pic.twitter.com/hk12Edlvpf— Aerowanderer (@aerowanderer) January 15, 2023 68 farþegar voru um borð auk fjögurra áhafnarmeðlima. Fimmtán voru ekki frá Nepal en þar var um að ræða fimm frá Indlandi, fjóra frá Rússlandi, tvo frá Suður-Kóreu og einn frá Írlandi, Ástralíu, Argentínu og Frakklandi. Pokhara er nokkuð vinsæll viðkomustaður ferðamanna þar sem vinsæl gönguleið um Himalæjafjöllin hefst þar. Yfirvöld í Nepal eru byrjuð að afhenda lík þeirra sem fórust til fjölskyldumeðlima þeirra. Útfarir eru þegar byrjaðar í Pokhara en í dag komu rúmlega hundrað og fimmtíu manns saman til að minnast blaðamannsins Tribhuwan Paudel sem var meðal þeirra sem dó. Flestir hinna látnu eru frá Pokhara og nærliggjandi svæðum. Nepal Fréttir af flugi Frakkland Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28 Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Allir 72 um borð í flugvélinni dóu þegar hún hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá Pokhara flugvellinum á sunnudaginn. Ekki er búið að finna lík tveggja sem voru í flugvélinni en hún lenti í gili skammt frá flugvellinum. Búið er að skrúfa frá stíflu á svæðinu til að hjálpa til við leitina. Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að flugvélin, sem var af gerðinni ATR 72-500t og er framleidd í Frakklandi, hrapaði til jarðar. Minna en mínúta var frá því henni var flogið á loft og veður var gott. Sérfræðingar sem skoðað hafa myndefni af brotlendingunni segja AP fréttaveitunni að líklegast hafi flugvélin farið í ofris. Ekki er þó vitað hvað olli ofrisinu en þar koma bæði vélarbilun og mannleg mistök til greina, meðal annars. Video of what seems to be moments before the crash of Yeti Airlines ATR72 carrying 72 passengers near Pokhara Airport#aerowanderer #aviation #avgeek #nepal #yetiairlines pic.twitter.com/hk12Edlvpf— Aerowanderer (@aerowanderer) January 15, 2023 68 farþegar voru um borð auk fjögurra áhafnarmeðlima. Fimmtán voru ekki frá Nepal en þar var um að ræða fimm frá Indlandi, fjóra frá Rússlandi, tvo frá Suður-Kóreu og einn frá Írlandi, Ástralíu, Argentínu og Frakklandi. Pokhara er nokkuð vinsæll viðkomustaður ferðamanna þar sem vinsæl gönguleið um Himalæjafjöllin hefst þar. Yfirvöld í Nepal eru byrjuð að afhenda lík þeirra sem fórust til fjölskyldumeðlima þeirra. Útfarir eru þegar byrjaðar í Pokhara en í dag komu rúmlega hundrað og fimmtíu manns saman til að minnast blaðamannsins Tribhuwan Paudel sem var meðal þeirra sem dó. Flestir hinna látnu eru frá Pokhara og nærliggjandi svæðum.
Nepal Fréttir af flugi Frakkland Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28 Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28
Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39