Annar flugritinn sendur til Frakklands til greiningar Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 14:14 Flugvélin brotlenti í gili og á enn eftir að finna lík tveggja sem voru þar um borð. AP/Yunish Gurung Yfirvöld í Nepal hafa sent annan af flugritum flugvélar sem brotlenti á sunnudaginn til Frakklands til rannsóknar. Um er að ræða þann flugrita sem geymir gögn um flugferðina en hinn flugritinn, sem tekur upp samskipti flugmanna í stjórnklefa flugvélarinnar verður rannsakaður í Nepal. Allir 72 um borð í flugvélinni dóu þegar hún hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá Pokhara flugvellinum á sunnudaginn. Ekki er búið að finna lík tveggja sem voru í flugvélinni en hún lenti í gili skammt frá flugvellinum. Búið er að skrúfa frá stíflu á svæðinu til að hjálpa til við leitina. Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að flugvélin, sem var af gerðinni ATR 72-500t og er framleidd í Frakklandi, hrapaði til jarðar. Minna en mínúta var frá því henni var flogið á loft og veður var gott. Sérfræðingar sem skoðað hafa myndefni af brotlendingunni segja AP fréttaveitunni að líklegast hafi flugvélin farið í ofris. Ekki er þó vitað hvað olli ofrisinu en þar koma bæði vélarbilun og mannleg mistök til greina, meðal annars. Video of what seems to be moments before the crash of Yeti Airlines ATR72 carrying 72 passengers near Pokhara Airport#aerowanderer #aviation #avgeek #nepal #yetiairlines pic.twitter.com/hk12Edlvpf— Aerowanderer (@aerowanderer) January 15, 2023 68 farþegar voru um borð auk fjögurra áhafnarmeðlima. Fimmtán voru ekki frá Nepal en þar var um að ræða fimm frá Indlandi, fjóra frá Rússlandi, tvo frá Suður-Kóreu og einn frá Írlandi, Ástralíu, Argentínu og Frakklandi. Pokhara er nokkuð vinsæll viðkomustaður ferðamanna þar sem vinsæl gönguleið um Himalæjafjöllin hefst þar. Yfirvöld í Nepal eru byrjuð að afhenda lík þeirra sem fórust til fjölskyldumeðlima þeirra. Útfarir eru þegar byrjaðar í Pokhara en í dag komu rúmlega hundrað og fimmtíu manns saman til að minnast blaðamannsins Tribhuwan Paudel sem var meðal þeirra sem dó. Flestir hinna látnu eru frá Pokhara og nærliggjandi svæðum. Nepal Fréttir af flugi Frakkland Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28 Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Allir 72 um borð í flugvélinni dóu þegar hún hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá Pokhara flugvellinum á sunnudaginn. Ekki er búið að finna lík tveggja sem voru í flugvélinni en hún lenti í gili skammt frá flugvellinum. Búið er að skrúfa frá stíflu á svæðinu til að hjálpa til við leitina. Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að flugvélin, sem var af gerðinni ATR 72-500t og er framleidd í Frakklandi, hrapaði til jarðar. Minna en mínúta var frá því henni var flogið á loft og veður var gott. Sérfræðingar sem skoðað hafa myndefni af brotlendingunni segja AP fréttaveitunni að líklegast hafi flugvélin farið í ofris. Ekki er þó vitað hvað olli ofrisinu en þar koma bæði vélarbilun og mannleg mistök til greina, meðal annars. Video of what seems to be moments before the crash of Yeti Airlines ATR72 carrying 72 passengers near Pokhara Airport#aerowanderer #aviation #avgeek #nepal #yetiairlines pic.twitter.com/hk12Edlvpf— Aerowanderer (@aerowanderer) January 15, 2023 68 farþegar voru um borð auk fjögurra áhafnarmeðlima. Fimmtán voru ekki frá Nepal en þar var um að ræða fimm frá Indlandi, fjóra frá Rússlandi, tvo frá Suður-Kóreu og einn frá Írlandi, Ástralíu, Argentínu og Frakklandi. Pokhara er nokkuð vinsæll viðkomustaður ferðamanna þar sem vinsæl gönguleið um Himalæjafjöllin hefst þar. Yfirvöld í Nepal eru byrjuð að afhenda lík þeirra sem fórust til fjölskyldumeðlima þeirra. Útfarir eru þegar byrjaðar í Pokhara en í dag komu rúmlega hundrað og fimmtíu manns saman til að minnast blaðamannsins Tribhuwan Paudel sem var meðal þeirra sem dó. Flestir hinna látnu eru frá Pokhara og nærliggjandi svæðum.
Nepal Fréttir af flugi Frakkland Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28 Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28
Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39