Fótbolti

Albert og fé­lagar með mikil­vægan sigur í „Ís­lendinga­slag“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert Guðmundsson í leik með Genoa
Albert Guðmundsson í leik með Genoa Vísir/Getty

Genoa vann mikilvægan 1-0 sigur á Venezia í Serie B, næstefstu deild Ítalíu í knattspyrnu. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa á meðan enginn Íslendingur var í leikmannahópi Venezia að þessu sinni.

Á meðan Genoa er í harðri baráttu um að komast upp í Sere A er Venezia að reyna halda sæti sínu í deildinni. Mögulega myndu Íslendingarnir sem eru á mála hjá félaginu fá fleiri tækifæri fari svo að það falli niður í Serie C.

Staðan í leik kvöldsins var markalaus í hálfleik og raunar var hún það allt þangað til á 85. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Massimo Coda skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins. Lokatölur 1-0 og sigurinn gríðarlega mikilvægur fyrir Genoa í toppbaráttunni.

Þegar 20 umferðir eru búnar er Genoa í 3. sæti með 36 stig, sex stigum minna en topplið Frosinone en jafn mörg stig og Reggina sem situr í 2. sæti deildarinnar. Venezia er í 18. sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×