Uppruni Íslendinga sé flóknari en áður var talið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 22:30 Gísli segir að skoða þurfi hlutina í samhengi til að fá raunverulega mynd af uppruna Íslendinga. Vísir Prófessor hjá stofnun Árna Magnússonar segir uppruna Íslendinga flóknari en áður hefur verið talið. Við skoðun heimilda þurfi að hafa í huga að um sé að ræða minningar fólks á tólftu og þrettándu öld, sem jafnvel hafði einhverra hagsmuna að gæta. Ólíklegt sé að allir hafi komið frá norrænum konungum. Gísli Sigurðsson, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, ræddi uppruna Íslendinga og áhrif Kelta á Sprengisandi í morgun. Hann segir að miklu leyti snúast um söguskoðun og viðhorf fræðimanna til sögulegra heimilda. „Það er mjög erfitt þegar fólk er að tala saman um þetta eða er ekki á sömu blaðsíðu um það hvernig við hugsum um þessar ritheimildir á miðöldum. Það eru einhverjar minningar fólks á tólfu og þrettándu öld um hvernig ástandið var þegar fólk var að koma hingað fyrst á níundu og tíundu öld. Og þetta eru minningar sem hafa farið í gegnum síu hagsmuna og þess hvað fólk vill muna, og til hvers það vill muna það, til að sanna eignarhald og svo framvegis.“ Ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist Gísli segir að heimildirnar séu ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist í raun. Viðhorfin í fræðunum hafi einmitt snúist frá því að trúa öllu sem stendur í bókum á borð við Landnámu, yfir í að trúa engu. Nú skilji menn betur hvernig munnleg hefð og minnisfræði virki. Meta þurfi hlutina heildstætt. „Það sem okkur finnst kannski dálítið einkennilegt að fólk hafi yfirleitt geta sagt að við vorum bara komin af norrænum karl-höfðingjum; að það væri hugmyndin. Hvernig getur nokkur þjóð bara verið komin af höfðingjum og bara körlum? Auðvitað eru konur og auðvitað er fólk á ólíkum stigum. Fólk var að alltaf að rýna í Landnámu eftir upplýsingum um þetta og það er ekki fyrr en Jón Steffensen læknir á áttunda áratug síðustu aldar segir: Þetta er ekkert hægt að gera svona, ef við ætlum að nota Landnámu yfirleitt þarf að búa til eitthvað stéttamódel úr henni.“ Fjörutíu prósent af írskum og skoskum uppruna Með því að varpa upplýsingunum inn í ákveðið stéttamódel hafi verið hægt að fá raunverulegri mynd af uppruna Íslendinga. Hægt væri að tala um að allt að fjörutíu prósent Íslendinga væru af írskum og skoskum uppruna. „Það er furðunálægt því sem núna einmitt hefur komið út í þessum nýju DNA-rannsóknum, að þetta eru svona hlutföll 20 prósent karla og 60 prósent kvenna sem eru með gen ættuð frá Bretlandseyjum.“ „Það sem ruglar þessa umræðu er það kannski að okkur hættir kannski til að láta eins og þetta byrji með skákborði; að það séu allir á réttum stað á skákborðinu og síðan byrjum við að tefla. En menningarsagan er miklu meira eins og Fischer-skákin, þar sem byrjað er alls staðar. Þetta hefur alltaf verið blandað og sérstaklega á Víkingaöld með þessum miklu samgöngum sem þá voru.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Íslensk tunga Íslensk fræði Tengdar fréttir Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Gísli Sigurðsson, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, ræddi uppruna Íslendinga og áhrif Kelta á Sprengisandi í morgun. Hann segir að miklu leyti snúast um söguskoðun og viðhorf fræðimanna til sögulegra heimilda. „Það er mjög erfitt þegar fólk er að tala saman um þetta eða er ekki á sömu blaðsíðu um það hvernig við hugsum um þessar ritheimildir á miðöldum. Það eru einhverjar minningar fólks á tólfu og þrettándu öld um hvernig ástandið var þegar fólk var að koma hingað fyrst á níundu og tíundu öld. Og þetta eru minningar sem hafa farið í gegnum síu hagsmuna og þess hvað fólk vill muna, og til hvers það vill muna það, til að sanna eignarhald og svo framvegis.“ Ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist Gísli segir að heimildirnar séu ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist í raun. Viðhorfin í fræðunum hafi einmitt snúist frá því að trúa öllu sem stendur í bókum á borð við Landnámu, yfir í að trúa engu. Nú skilji menn betur hvernig munnleg hefð og minnisfræði virki. Meta þurfi hlutina heildstætt. „Það sem okkur finnst kannski dálítið einkennilegt að fólk hafi yfirleitt geta sagt að við vorum bara komin af norrænum karl-höfðingjum; að það væri hugmyndin. Hvernig getur nokkur þjóð bara verið komin af höfðingjum og bara körlum? Auðvitað eru konur og auðvitað er fólk á ólíkum stigum. Fólk var að alltaf að rýna í Landnámu eftir upplýsingum um þetta og það er ekki fyrr en Jón Steffensen læknir á áttunda áratug síðustu aldar segir: Þetta er ekkert hægt að gera svona, ef við ætlum að nota Landnámu yfirleitt þarf að búa til eitthvað stéttamódel úr henni.“ Fjörutíu prósent af írskum og skoskum uppruna Með því að varpa upplýsingunum inn í ákveðið stéttamódel hafi verið hægt að fá raunverulegri mynd af uppruna Íslendinga. Hægt væri að tala um að allt að fjörutíu prósent Íslendinga væru af írskum og skoskum uppruna. „Það er furðunálægt því sem núna einmitt hefur komið út í þessum nýju DNA-rannsóknum, að þetta eru svona hlutföll 20 prósent karla og 60 prósent kvenna sem eru með gen ættuð frá Bretlandseyjum.“ „Það sem ruglar þessa umræðu er það kannski að okkur hættir kannski til að láta eins og þetta byrji með skákborði; að það séu allir á réttum stað á skákborðinu og síðan byrjum við að tefla. En menningarsagan er miklu meira eins og Fischer-skákin, þar sem byrjað er alls staðar. Þetta hefur alltaf verið blandað og sérstaklega á Víkingaöld með þessum miklu samgöngum sem þá voru.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Íslensk tunga Íslensk fræði Tengdar fréttir Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00