Fjarskiptalæknir gæti hafið störf innan nokkurra mánaða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. janúar 2023 08:00 Jón Magnús Kristjánsson leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra. VÍSIR/ARNAR Með tilkomu fjarskiptalæknis verður hægt að leysa mörg vandamál í bráðaþjónustu á landsvísu en bráðasérfræðingur sem leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra segir að hægt væri að koma þjónustunni á fót á nokkrum mánuðum. Teymið lagði ýmsar tillögur að umbótum en þær leysa ekki vanda bráðamóttöku Landspítalans. Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í bráðaþjónustu, leiddi vinnu hópsins en hann segir töluverðar áskoranir í bráðaþjónustu á landsvísu, ekki síst á landsbyggðinni. „Það hefur hingað til ekki verið heildaryfirlit yfir þjónustuna á landsvísu og það hefur verið mjög mismunandi hvernig heilsugæslustöðvar og sjúkrahús heilbrigðisstofnana hafa verið tækjum búin til að geta skipulagt sína þjónustu,“ segir hann. Teymið lagði meðal annars til að stofnuð yrði svokölluð bráðafjarheilbrigðismiðstöð og snýr tillagan sem talin er vænlegust til árangurs að því að fjarskiptalæknir hefji störf. Hann verði einn til að byrja með og myndi þá starfa utan dagvinnutíma á virkum dögum. Um er að ræða kerfi að erlendri fyrirmynd sem yrði aðlagað íslenskum aðstæðum. Hægt að byrja tiltölulega fljótt „Það ætti að vera hægt að byrja með þessa starfsemi tiltölulega fljótt, það er innan þriggja mánaða eða eitthvað svoleiðis, og síðan að útvíkka hana yfir í sólarhringsþjónustu á um það bil tveimur árum,“ segir Jón. „Kostnaðurinn verður í kringum 230 milljónir á ári þegar þetta er orðið sólarhringsþjónusta en þetta fyrsta ár þá yrði kostnaðurinn sirka hundrað milljónir,“ segir hann enn fremur. Hvað aðrar tillögur varðar er tímaramminn oftast eitt til tvö ár en annars allt að fimm ár. Kostnaðurinn er ekki mikill, sérstaklega í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur þegar veitt 330 milljónum í kaup á tækjabúnað. Fjarskiptalæknirinn feli í sér mestan kostnað „Það eru ekki mjög margar tillögur af þessum 39 sem fela einhvern verulegan kostnað í för með sér. Mest snýst þetta um samvinnu, samhæfingu og gæðamál. En það eru þarna nokkrar tillögur sem fela í sér kostnað og þessi með fjarskiptalækninn er sínu stærst,“ segir Jón. Þó tillögurnar séu af ýmsum toga og snúi að hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum þá er þeim ekki ætlað að lagfæra þann gríðarlegan vanda sem bráðamóttaka Landspítala standi fyrir. Vandinn þar sé af örlítið öðrum toga en vandinn á landsvísu. „Það er verið að vinna að því annars staðar, það er svolítið forsenda þessarar skýrslu að sú vinna haldi áfram. Hins vegar mun þetta bæta bráðaþjónustu í heild sinni fyrir landið allt og koma því í betra horf,“ segir Jón. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsugæsla Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í bráðaþjónustu, leiddi vinnu hópsins en hann segir töluverðar áskoranir í bráðaþjónustu á landsvísu, ekki síst á landsbyggðinni. „Það hefur hingað til ekki verið heildaryfirlit yfir þjónustuna á landsvísu og það hefur verið mjög mismunandi hvernig heilsugæslustöðvar og sjúkrahús heilbrigðisstofnana hafa verið tækjum búin til að geta skipulagt sína þjónustu,“ segir hann. Teymið lagði meðal annars til að stofnuð yrði svokölluð bráðafjarheilbrigðismiðstöð og snýr tillagan sem talin er vænlegust til árangurs að því að fjarskiptalæknir hefji störf. Hann verði einn til að byrja með og myndi þá starfa utan dagvinnutíma á virkum dögum. Um er að ræða kerfi að erlendri fyrirmynd sem yrði aðlagað íslenskum aðstæðum. Hægt að byrja tiltölulega fljótt „Það ætti að vera hægt að byrja með þessa starfsemi tiltölulega fljótt, það er innan þriggja mánaða eða eitthvað svoleiðis, og síðan að útvíkka hana yfir í sólarhringsþjónustu á um það bil tveimur árum,“ segir Jón. „Kostnaðurinn verður í kringum 230 milljónir á ári þegar þetta er orðið sólarhringsþjónusta en þetta fyrsta ár þá yrði kostnaðurinn sirka hundrað milljónir,“ segir hann enn fremur. Hvað aðrar tillögur varðar er tímaramminn oftast eitt til tvö ár en annars allt að fimm ár. Kostnaðurinn er ekki mikill, sérstaklega í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur þegar veitt 330 milljónum í kaup á tækjabúnað. Fjarskiptalæknirinn feli í sér mestan kostnað „Það eru ekki mjög margar tillögur af þessum 39 sem fela einhvern verulegan kostnað í för með sér. Mest snýst þetta um samvinnu, samhæfingu og gæðamál. En það eru þarna nokkrar tillögur sem fela í sér kostnað og þessi með fjarskiptalækninn er sínu stærst,“ segir Jón. Þó tillögurnar séu af ýmsum toga og snúi að hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum þá er þeim ekki ætlað að lagfæra þann gríðarlegan vanda sem bráðamóttaka Landspítala standi fyrir. Vandinn þar sé af örlítið öðrum toga en vandinn á landsvísu. „Það er verið að vinna að því annars staðar, það er svolítið forsenda þessarar skýrslu að sú vinna haldi áfram. Hins vegar mun þetta bæta bráðaþjónustu í heild sinni fyrir landið allt og koma því í betra horf,“ segir Jón.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsugæsla Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44