Fjarskiptalæknir gæti hafið störf innan nokkurra mánaða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. janúar 2023 08:00 Jón Magnús Kristjánsson leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra. VÍSIR/ARNAR Með tilkomu fjarskiptalæknis verður hægt að leysa mörg vandamál í bráðaþjónustu á landsvísu en bráðasérfræðingur sem leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra segir að hægt væri að koma þjónustunni á fót á nokkrum mánuðum. Teymið lagði ýmsar tillögur að umbótum en þær leysa ekki vanda bráðamóttöku Landspítalans. Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í bráðaþjónustu, leiddi vinnu hópsins en hann segir töluverðar áskoranir í bráðaþjónustu á landsvísu, ekki síst á landsbyggðinni. „Það hefur hingað til ekki verið heildaryfirlit yfir þjónustuna á landsvísu og það hefur verið mjög mismunandi hvernig heilsugæslustöðvar og sjúkrahús heilbrigðisstofnana hafa verið tækjum búin til að geta skipulagt sína þjónustu,“ segir hann. Teymið lagði meðal annars til að stofnuð yrði svokölluð bráðafjarheilbrigðismiðstöð og snýr tillagan sem talin er vænlegust til árangurs að því að fjarskiptalæknir hefji störf. Hann verði einn til að byrja með og myndi þá starfa utan dagvinnutíma á virkum dögum. Um er að ræða kerfi að erlendri fyrirmynd sem yrði aðlagað íslenskum aðstæðum. Hægt að byrja tiltölulega fljótt „Það ætti að vera hægt að byrja með þessa starfsemi tiltölulega fljótt, það er innan þriggja mánaða eða eitthvað svoleiðis, og síðan að útvíkka hana yfir í sólarhringsþjónustu á um það bil tveimur árum,“ segir Jón. „Kostnaðurinn verður í kringum 230 milljónir á ári þegar þetta er orðið sólarhringsþjónusta en þetta fyrsta ár þá yrði kostnaðurinn sirka hundrað milljónir,“ segir hann enn fremur. Hvað aðrar tillögur varðar er tímaramminn oftast eitt til tvö ár en annars allt að fimm ár. Kostnaðurinn er ekki mikill, sérstaklega í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur þegar veitt 330 milljónum í kaup á tækjabúnað. Fjarskiptalæknirinn feli í sér mestan kostnað „Það eru ekki mjög margar tillögur af þessum 39 sem fela einhvern verulegan kostnað í för með sér. Mest snýst þetta um samvinnu, samhæfingu og gæðamál. En það eru þarna nokkrar tillögur sem fela í sér kostnað og þessi með fjarskiptalækninn er sínu stærst,“ segir Jón. Þó tillögurnar séu af ýmsum toga og snúi að hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum þá er þeim ekki ætlað að lagfæra þann gríðarlegan vanda sem bráðamóttaka Landspítala standi fyrir. Vandinn þar sé af örlítið öðrum toga en vandinn á landsvísu. „Það er verið að vinna að því annars staðar, það er svolítið forsenda þessarar skýrslu að sú vinna haldi áfram. Hins vegar mun þetta bæta bráðaþjónustu í heild sinni fyrir landið allt og koma því í betra horf,“ segir Jón. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsugæsla Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í bráðaþjónustu, leiddi vinnu hópsins en hann segir töluverðar áskoranir í bráðaþjónustu á landsvísu, ekki síst á landsbyggðinni. „Það hefur hingað til ekki verið heildaryfirlit yfir þjónustuna á landsvísu og það hefur verið mjög mismunandi hvernig heilsugæslustöðvar og sjúkrahús heilbrigðisstofnana hafa verið tækjum búin til að geta skipulagt sína þjónustu,“ segir hann. Teymið lagði meðal annars til að stofnuð yrði svokölluð bráðafjarheilbrigðismiðstöð og snýr tillagan sem talin er vænlegust til árangurs að því að fjarskiptalæknir hefji störf. Hann verði einn til að byrja með og myndi þá starfa utan dagvinnutíma á virkum dögum. Um er að ræða kerfi að erlendri fyrirmynd sem yrði aðlagað íslenskum aðstæðum. Hægt að byrja tiltölulega fljótt „Það ætti að vera hægt að byrja með þessa starfsemi tiltölulega fljótt, það er innan þriggja mánaða eða eitthvað svoleiðis, og síðan að útvíkka hana yfir í sólarhringsþjónustu á um það bil tveimur árum,“ segir Jón. „Kostnaðurinn verður í kringum 230 milljónir á ári þegar þetta er orðið sólarhringsþjónusta en þetta fyrsta ár þá yrði kostnaðurinn sirka hundrað milljónir,“ segir hann enn fremur. Hvað aðrar tillögur varðar er tímaramminn oftast eitt til tvö ár en annars allt að fimm ár. Kostnaðurinn er ekki mikill, sérstaklega í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur þegar veitt 330 milljónum í kaup á tækjabúnað. Fjarskiptalæknirinn feli í sér mestan kostnað „Það eru ekki mjög margar tillögur af þessum 39 sem fela einhvern verulegan kostnað í för með sér. Mest snýst þetta um samvinnu, samhæfingu og gæðamál. En það eru þarna nokkrar tillögur sem fela í sér kostnað og þessi með fjarskiptalækninn er sínu stærst,“ segir Jón. Þó tillögurnar séu af ýmsum toga og snúi að hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum þá er þeim ekki ætlað að lagfæra þann gríðarlegan vanda sem bráðamóttaka Landspítala standi fyrir. Vandinn þar sé af örlítið öðrum toga en vandinn á landsvísu. „Það er verið að vinna að því annars staðar, það er svolítið forsenda þessarar skýrslu að sú vinna haldi áfram. Hins vegar mun þetta bæta bráðaþjónustu í heild sinni fyrir landið allt og koma því í betra horf,“ segir Jón.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsugæsla Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44