Erlent

Tug­þúsundir mót­mæla ríkis­stjórninni í grenjandi rigningu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Andstæðingar segja réttarkerfið og grundvallarmannréttindi í hættu.
Andstæðingar segja réttarkerfið og grundvallarmannréttindi í hættu. AP Photo/Oded Balilty

Rúmlega áttatíu þúsund manns mótmæla nú ríkisstjórninni við Hæstarétt Ísraels. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forseta Ísarels hefur boðað víðtækar breytingar á réttarkerfi landsins. Andstæðingar óttast endalok lýðræðisins.

Ester Hayut, forseti Hæstaréttar, sagði í ræðu í vikunni að áætlanir ríkisstjórnar gætu reynst hræðilegar. Boðaðar breytingar gætu haft í för með sér að ríkisstjórnin hefði frjálsar hendur til að setja hvaða lög sem er, án þess að Hæstiréttur gæti lagt mat á þau með fullnægjandi hætti. Hayut lýsti yfir miklum áhyggjum af réttarríki og telur grundvallarmannréttindi í hættu.

Þessu hefur Netanjahú vísað á bug og segir breytingarnar í takt við vilja meirihlutans, sem fari með umboð fólksins í landinu. 

Lögregla hefur lokað fjölmörgum götum í nágrenni torgsins Habima Square, sem stendur við Hæstarétt. Mótmælin hafa einnig farið fram við heimili Netanjahú þar sem þúsundirhafa komið saman. 

Lögregla er með töluverðan viðbúnað á svæðinu: „Okkar markmið er að passa að allir geti mótmælt friðsamlega og farið öruggt til síns heima,“ sagði lögreglustjóri Tel Aviv í yfirlýsingu. The Times of Isreal greina frá. 


Tengdar fréttir

Netanjahú snýr aftur til valda

Benjamín Netanjahú hefur myndað ríkisstjórn í Ísrael og snýr aftur í forsætisráðherrastól í sjötta sinn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×