„Sáum okkur leik á borði“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. janúar 2023 15:36 Arinbjörn Hauksson markaðstjóri Elko segir markmiðið hafa verið að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi. Aðsend. Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku. Óhætt er að segja að Tenerife sé einn allra vinsælasti áfangastaður Íslendinga þessi misserin og í byrjun desember sáu stjórnendur Elko sér leik á borði, enda vitað mál að fjölmargir sólþyrstir Íslendingar myndu eyða jólum og áramótum á spænsku eyjunni. „Við settum þetta semsagt upp í byrjun desember. Það er auðvitað búið að vera mikil umræða um alla þessa Íslendinga sem hafa verið að flykkjast til Tenerife. Við sáum þess vegna leik á borði og tryggðum okkur þarna auglýsingaskilti á besta stað til að ná inn traffík. Nýta allan þennan straum af Íslendingum sem eru að fara þarna út og svo heim aftur,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko í samtali við Vísi. Auglýsing Elko ætti ekki að vera fram hjá neinum sem á leið um flugstöðina.Aðsend Hann segir það þó ekki hafa verið vandkvæðalaust að koma skiltunum upp og eiga samskipti við stjórnendur flugvallarins. Birtingahúsið var Elko innan handar. „Þetta var svolítið erfitt verkefni að koma af stað af því að við náðum ekki strax í rétta aðila. Til að byrja með voru öll svör sem við fengum á spænsku en sem betur fer kunni okkar maður nokkur orð í málinu og gat klórað sig áfram þar til við fengum loks samband við mann sem kunni ensku. Í kjölfarið sendum við hönnunina út og þeir græjuðu þetta.“ Það að íslenskt fyrirtæki birti auglýsingu á íslensku, á erlendri grundu hlýtur að teljast einsdæmi? „Já, það var líka markmiðið hjá okkur að vera svolítið djörf. Við vildum hafa smá svona „disruption“ og þess vegna fannst okkur kjörið að hafa textann á íslensku. Þetta er svona skemmtilega öðruvísi. Við erum búin að vera nýta nánast alla miðla hérna heima, innlenda miðla, samfélagsmiðla. Þetta er skemmtileg nýjung í flóruna.“ Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem íslenskunni bregður fyrir á flugvellinum, en í apríl á síðasta ári birtust þar auglýsingaskilti þar sem Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins auglýsti framboð sitt fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ferðalög Auglýsinga- og markaðsmál Kanaríeyjar Spánn Verslun Fréttir af flugi Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Óhætt er að segja að Tenerife sé einn allra vinsælasti áfangastaður Íslendinga þessi misserin og í byrjun desember sáu stjórnendur Elko sér leik á borði, enda vitað mál að fjölmargir sólþyrstir Íslendingar myndu eyða jólum og áramótum á spænsku eyjunni. „Við settum þetta semsagt upp í byrjun desember. Það er auðvitað búið að vera mikil umræða um alla þessa Íslendinga sem hafa verið að flykkjast til Tenerife. Við sáum þess vegna leik á borði og tryggðum okkur þarna auglýsingaskilti á besta stað til að ná inn traffík. Nýta allan þennan straum af Íslendingum sem eru að fara þarna út og svo heim aftur,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko í samtali við Vísi. Auglýsing Elko ætti ekki að vera fram hjá neinum sem á leið um flugstöðina.Aðsend Hann segir það þó ekki hafa verið vandkvæðalaust að koma skiltunum upp og eiga samskipti við stjórnendur flugvallarins. Birtingahúsið var Elko innan handar. „Þetta var svolítið erfitt verkefni að koma af stað af því að við náðum ekki strax í rétta aðila. Til að byrja með voru öll svör sem við fengum á spænsku en sem betur fer kunni okkar maður nokkur orð í málinu og gat klórað sig áfram þar til við fengum loks samband við mann sem kunni ensku. Í kjölfarið sendum við hönnunina út og þeir græjuðu þetta.“ Það að íslenskt fyrirtæki birti auglýsingu á íslensku, á erlendri grundu hlýtur að teljast einsdæmi? „Já, það var líka markmiðið hjá okkur að vera svolítið djörf. Við vildum hafa smá svona „disruption“ og þess vegna fannst okkur kjörið að hafa textann á íslensku. Þetta er svona skemmtilega öðruvísi. Við erum búin að vera nýta nánast alla miðla hérna heima, innlenda miðla, samfélagsmiðla. Þetta er skemmtileg nýjung í flóruna.“ Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem íslenskunni bregður fyrir á flugvellinum, en í apríl á síðasta ári birtust þar auglýsingaskilti þar sem Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins auglýsti framboð sitt fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Ferðalög Auglýsinga- og markaðsmál Kanaríeyjar Spánn Verslun Fréttir af flugi Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira