Erlent

Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. Getty/Andressa Anholete

Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi.

„Opinberar persónur sem halda áfram að vinna gegn lýðræðinu munu þurfa að svara fyrir það,“ sagði dómarinn Alexandra de Moraes, sem staðfesti beiðni saksóknara um að hefja rannsókn á þætti forsetans fyrrverandi. Í tilkynningu saksóknaraembættis segir að rannsóknin muni snúa að hvatningu forsetans og stuðningi við innbrot fjölda stuðningsamnna sinna í opinberar byggingar 8. janúar. Þá vísar saksóknar í myndband þar sem Bolsonaro dregur niðurstöður kosninga, þar sem hann beið lægri hlut gegn sitjandi forseta Lula da Silva, í efa.

Ríkissaksóknari telur að myndbandið, sem nú hefur verið eytt, réttlæti rannsókn á aðgerðum Bolsonaro fyrir og eftir 8. janúar síðastliðinn. Hann er nú staddur í Bandaríkjunum.

Dómsmálayfirvöld í Brasilíu hafa einnig gefið út handtökutilskipanir á hendur hátt settum embættismönnum í landinu vegna árásanna, þar á meðal Anderson Torres, sem gegndi embætti dómsmálaráðherra í forsetatíð Bolsonaros. Hann er grunaður um að hafa unnið með mótmælendum.

Forseti Brasilíu, Lula da Silva, hefur fordæmt múginn sem réðst inn í byggingarnar og heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar.


Tengdar fréttir

„Þetta er at­laga að lýð­ræðinu“

Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að óeirðarseggirnir verði sóttir til saka. Utanríkisráðherra Íslands telur að um sé að ræða atlögu að lýðræðinu sem minni óþægilega á atburðina í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Of mörg merki séu um að vegið sé að lýðræðinu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×