Idol keppandi á von á barni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. janúar 2023 16:50 Idol keppandinn Saga Matthildur á von á barni. Stöð 2 Idol keppandinn Saga Matthildur Árnadóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Sigurði Reyni Rúnarssyni. Þessu greindi Saga frá á Instagram á nýársdag. „Fréttir frá árinu: Ég og Sigurður bjuggum til fóstur,“ skrifar Saga Matthildur undir mynd af parinu með sónarmynd. Hin 24 ára gamla Saga Matthildur hefur slegið rækilega í gegn í Idol og er hún ein þeirra sem komin er í átta manna úrslit. Hún er komin 23 vikur á leið og var tiltölulega nýbúin að komast að óléttunni þegar millistig keppninnar fór fram í Salnum í Kópavogi. „Þetta hefur ekki haft mikil áhrif á mig líkamlega, ég er búin að vera ótrúlega heppin. En ég var mögulega tilfinningaríkari en ég hefði venjulega verið. Ég var hætt að passa í buxurnar mínar og þurfti að breyta um outfit á síðustu stundu. Þannig það var svona alls konar auka stress,“ segir Saga Matthildur í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by Saga Matthildur A rnado ttir (@sagamatthildur) Þarf að beita sér öðruvísi Saga segist ekki hafa áhyggjur af því að meðgangan hafi áhrif á frammistöðu sína í keppninni en hún hafi vissulega þurft að læra að beita sér öðruvísi. „Það er ákveðin áskorun en ég er þá bara á móti að læra nýja tækni sem ég get nýtt mér seinna.“ Saga Matthildur heillaði dómara í fyrstu prufunum með sinni eigin útfærslu af laginu Miss You með hljómsveitinni Blink182. Idol dómarinn Herra Hnetusmjör sagði meðal annars að hann sæi hana selja upp Gamla Bíó á hálftíma. „Ég held að þetta verði sjúkt“ Á föstudaginn fer fram fyrsti þáttur í beinni útsendingu úr Idol höllinni í Gufunesi. Eftir standa átta keppendur; Saga Matthildur, Kjalar, Þórhildur, Guðjón Smári, Birgir Örn, Ninja, Bia og Símon Grétar. „Ég er búin að vera svolítið stressuð en með æfingunum er ég farin að detta í það að verða helvíti spennt. Ég held að þetta verði sjúkt,“ segir Saga Matthildur sem segir að áhorfendur muni fá að sjá nýja hlið á henni á föstudaginn. „Þetta er ólíkt því sem ég hef gert hingað til. Ég ætla að breyta aðeins til.“ Barnalán Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10 „Ég sé þig alveg selja upp Gamla Bíó á hálftíma“ Í síðasta þætti af Idolinu var áfram sýnt frá fyrstu prufum keppanda en þetta var síðasti þátturinn úr dómaraprufunum. 12. desember 2022 12:32 Skalf úr stressi þegar hún sendi frá sér fyrsta lagið Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir, sem margir muna eflaust eftir úr Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2015, var að gefa út sitt fyrsta lag. 8. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
„Fréttir frá árinu: Ég og Sigurður bjuggum til fóstur,“ skrifar Saga Matthildur undir mynd af parinu með sónarmynd. Hin 24 ára gamla Saga Matthildur hefur slegið rækilega í gegn í Idol og er hún ein þeirra sem komin er í átta manna úrslit. Hún er komin 23 vikur á leið og var tiltölulega nýbúin að komast að óléttunni þegar millistig keppninnar fór fram í Salnum í Kópavogi. „Þetta hefur ekki haft mikil áhrif á mig líkamlega, ég er búin að vera ótrúlega heppin. En ég var mögulega tilfinningaríkari en ég hefði venjulega verið. Ég var hætt að passa í buxurnar mínar og þurfti að breyta um outfit á síðustu stundu. Þannig það var svona alls konar auka stress,“ segir Saga Matthildur í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by Saga Matthildur A rnado ttir (@sagamatthildur) Þarf að beita sér öðruvísi Saga segist ekki hafa áhyggjur af því að meðgangan hafi áhrif á frammistöðu sína í keppninni en hún hafi vissulega þurft að læra að beita sér öðruvísi. „Það er ákveðin áskorun en ég er þá bara á móti að læra nýja tækni sem ég get nýtt mér seinna.“ Saga Matthildur heillaði dómara í fyrstu prufunum með sinni eigin útfærslu af laginu Miss You með hljómsveitinni Blink182. Idol dómarinn Herra Hnetusmjör sagði meðal annars að hann sæi hana selja upp Gamla Bíó á hálftíma. „Ég held að þetta verði sjúkt“ Á föstudaginn fer fram fyrsti þáttur í beinni útsendingu úr Idol höllinni í Gufunesi. Eftir standa átta keppendur; Saga Matthildur, Kjalar, Þórhildur, Guðjón Smári, Birgir Örn, Ninja, Bia og Símon Grétar. „Ég er búin að vera svolítið stressuð en með æfingunum er ég farin að detta í það að verða helvíti spennt. Ég held að þetta verði sjúkt,“ segir Saga Matthildur sem segir að áhorfendur muni fá að sjá nýja hlið á henni á föstudaginn. „Þetta er ólíkt því sem ég hef gert hingað til. Ég ætla að breyta aðeins til.“
Barnalán Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10 „Ég sé þig alveg selja upp Gamla Bíó á hálftíma“ Í síðasta þætti af Idolinu var áfram sýnt frá fyrstu prufum keppanda en þetta var síðasti þátturinn úr dómaraprufunum. 12. desember 2022 12:32 Skalf úr stressi þegar hún sendi frá sér fyrsta lagið Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir, sem margir muna eflaust eftir úr Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2015, var að gefa út sitt fyrsta lag. 8. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10
„Ég sé þig alveg selja upp Gamla Bíó á hálftíma“ Í síðasta þætti af Idolinu var áfram sýnt frá fyrstu prufum keppanda en þetta var síðasti þátturinn úr dómaraprufunum. 12. desember 2022 12:32
Skalf úr stressi þegar hún sendi frá sér fyrsta lagið Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir, sem margir muna eflaust eftir úr Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2015, var að gefa út sitt fyrsta lag. 8. febrúar 2018 11:00