Skalf úr stressi þegar hún sendi frá sér fyrsta lagið Guðný Hrönn skrifar 8. febrúar 2018 11:00 Saga Matthildur stefnir á að gefa út plötu síðar á þessu ári. Vísir/ERNIR Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir stendur á tímamótum þar sem hún gaf út sitt fyrsta lag á mánudaginn. Saga er 19 ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga samið tónlist og sungið í nokkur ár. Margir muna eftir henni úr Söngkeppni framhaldsskólanna en hún keppti árið 2015 fyrir hönd FG og hafnaði í þriðja sæti og vann símakosninguna. Saga var himinlifandi með árangurinn í keppninni en tók sér þó fljótlega smá pásu. „Ég er með kvíðaröskun og hef notað tónlistina til að vinna mig í gegnum það. Það var svo mikið í gangi á þessum tíma þannig að mig langaði aðeins að hægja á mér og taka pásu. Ég spilaði alveg á nokkrum stöðum og það var gaman en ég vildi samt taka pásu frá því að koma fram.“ En Saga er komin á fullt aftur í tónlistinni og hefur undanfarið nýtt tímann í tónlistarsköpun ásamt vini sínum, Pétri Þór Sævarssyni. „Hann tók upp nýja lagið mitt og framleiddi.“ Spurð nánar út í þetta fyrsta lag sem Saga gefur út segir hún: „Það heitir Peter Pan og ég samdi það þegar ég var 15 ára. Það er eitthvað við þetta lag, mér þykir mjög vænt um það.“ Í laginu syngur kór með Sögu á köflum. „Ég setti saman kór með því að fara bara á Facebook og finna alla vini mína sem ég vissi að gætu sungið,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að því hafi fylgt mikið stress að gefa lagið út þegar það var loksins tilbúið. „Þegar ég var að bíða eftir að fá lagið á Spotify þá skalf ég hálfan daginn, af stressi og spenningi. En ég er ótrúlega ánægð með að hafa gert þetta því þetta er það sem mig er búið að langa að gera síðan ég var 6 ára.“ Aðspurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér segist Saga vona að þetta fyrsta lag sem hún gefur út sé fyrsta skrefið í átt að plötuútgáfu. „Ég er strax byrjuð að vinna í næsta lagi og vonandi kemur plata á árinu. Stefnan er sett á það.“ Áhugasamir geta hlustað á Peter Pan eftir Sögu bæði á Youtube og Spotify. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir stendur á tímamótum þar sem hún gaf út sitt fyrsta lag á mánudaginn. Saga er 19 ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga samið tónlist og sungið í nokkur ár. Margir muna eftir henni úr Söngkeppni framhaldsskólanna en hún keppti árið 2015 fyrir hönd FG og hafnaði í þriðja sæti og vann símakosninguna. Saga var himinlifandi með árangurinn í keppninni en tók sér þó fljótlega smá pásu. „Ég er með kvíðaröskun og hef notað tónlistina til að vinna mig í gegnum það. Það var svo mikið í gangi á þessum tíma þannig að mig langaði aðeins að hægja á mér og taka pásu. Ég spilaði alveg á nokkrum stöðum og það var gaman en ég vildi samt taka pásu frá því að koma fram.“ En Saga er komin á fullt aftur í tónlistinni og hefur undanfarið nýtt tímann í tónlistarsköpun ásamt vini sínum, Pétri Þór Sævarssyni. „Hann tók upp nýja lagið mitt og framleiddi.“ Spurð nánar út í þetta fyrsta lag sem Saga gefur út segir hún: „Það heitir Peter Pan og ég samdi það þegar ég var 15 ára. Það er eitthvað við þetta lag, mér þykir mjög vænt um það.“ Í laginu syngur kór með Sögu á köflum. „Ég setti saman kór með því að fara bara á Facebook og finna alla vini mína sem ég vissi að gætu sungið,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að því hafi fylgt mikið stress að gefa lagið út þegar það var loksins tilbúið. „Þegar ég var að bíða eftir að fá lagið á Spotify þá skalf ég hálfan daginn, af stressi og spenningi. En ég er ótrúlega ánægð með að hafa gert þetta því þetta er það sem mig er búið að langa að gera síðan ég var 6 ára.“ Aðspurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér segist Saga vona að þetta fyrsta lag sem hún gefur út sé fyrsta skrefið í átt að plötuútgáfu. „Ég er strax byrjuð að vinna í næsta lagi og vonandi kemur plata á árinu. Stefnan er sett á það.“ Áhugasamir geta hlustað á Peter Pan eftir Sögu bæði á Youtube og Spotify.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira