Innlent

Sökuð um að hafa sent nektar­myndir af eigin­manninum á­fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness.
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm

Kona nokkur hefur verið ákærð fyrir að særa blygðunarsemi eiginmanns síns þáverandi og annarrar konu með myndasendingum til fleiri aðila.

Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Fram kemur í ákærunni að konan hafi í ágúst 2020 aflað sér nektarmyndar sem sýndi getnaðarlim þáverandi eiginmanns hennar og sömuleiðis tvær nektarmyndir af konu sem sýndu brjóst hennar.

Hún hafi svo án samþykkis fyrrnefnda fólksins sent myndirnar á þriðja og fjórða aðila. Var hegðunin til þess fallin að særa blygðunarsemi eiginmannsins og konunnar á myndunum tveimur.

Eiginmaðurinn þáverandi krefst tveggja milljóna króna í bætur og konan einnar milljónar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×