Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2023 11:56 Taívanski herinn á heræfingu. Ceng Shou Yi/NurPhoto via Getty Images Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandarísku stofnunarinnar Center for Strategic and International Studies (CSIS) sem lét framkvæmda umfangsmikla stríðsleiki (e. war games) til þess að kanna hver áhrif af ímyndaðri innrás Kínverja í Taívan yrðu. Greint er frá niðurstöðunni á vef CNN en stofnunin mun sjálf kynna niðurstöðurnar á fundi klukkan sjö í kvöld, sem horfa má á í beinu streymi hér í fréttinni, eða með því að smella hér. Spennan milli Kínverja annars vegar og nágranna þeirra, Bandaríkjamanna og annarra hefur aukist að undanförnu og þá að miklu leyti vegna Taívans og áhyggja af því að Kínverjar hyggi á innrás í eyríkið. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar komi til innrásar. Hermdu eftir mismunandi útfærslum Til þess að fá gleggri mynd af því hvaða áhrif slík innrás myndi hafa ákvað CSIS að framkvæmda svokallaða stríðsleiki þar sem hermt er eftir innrás Kínverja inn í Taívan. Spilaðar voru á þriðja tug mismunandi útfærslna á innrás. Markmiðið var einfalt. Að svara þeirri spurningu hvort að innrás Kínverja myndi heppnast og hver yrði kostnaðurinn við slíka innrás. Í frétt CNN segir að það svarið sé einfaldlega „nei“ og „gríðarlegur“. Mikill fórnarkostnaður Samvæmt niðurstöðunum er talið líklegt að Bandaríkin, Taívan og bandamenn þeirra myndu hafa betur komi til innrásar Kína í Taívan. Það myndi þó fela í sér að bandaríski herinn yrði verulega laskaður, ekki síst vegna þess að líklegt er að minnst tvö flugmóðurskip myndu tapast auk fjölda annarra hergagna. Þá er talið að ríflega þrjú þúsund hermenn myndu falla í þriggja vikna bardaga. Slíkt tap myndi hafa eyðileggjandi áhrif á stöðu Bandaríkjanna á heimsvísu til margra ára, segir í skýrslunni samkvæmt frétt CNN. Til samanburðar hafa um sjö þúsund bandarískir hermenn fallið á síðustu tveimur áratugum í átökunum í Írak og Afganistan. Niðurstöður stríðsleikana leiða einnig í ljós að kínverski sjóherinn yrði í molum, nær allur flotinn yrði ónothæfur auk þess sem að um tíu þúsund hermenn myndu falla, og tugþúsundir hermanna teknir sem stríðsfangar. Talið er að Kínverjar myndu glata 155 herflugvélum og þyrlum auk 138 herskipa. Þá er líkleg að eyríkið Taívan muni líða gríðarlega fyrir innrás, innviðir þar yrðu gerðir að engu og mannfall yrði töluvert. Fjögur lykilatriði Í skýrslunni kemur fram að í öll skiptin sem stríðsleikarnir hafi verið framkvæmdir hafi fjögur atriði reynst vera lykilinn að bandarískum sigri. Það er að taívanski herinn þyrfti að ná að hefta sókn Kínverja strax í byrjun, Bandaríkin yrðu að geta notað herstöðvar sínar í Japan til að hefja sókn, Bandaríkjaher þyrfti að geta beitt langdrægum eldflaugum gegn kínverska flotanum í miklu magni og að lokum þyrfti Bandaríkin að koma vopnum til Taívans áður en innrásin hæfist og stíga inn í atburðarásina með herafla um leið og innrásin yrði að veruleika. Stofnunin sjálf segir þó að með því að framkvæma stríðsleikana sé þó ekki verið að segja að innrás Kínverja inn í Taívan sé óumflýjanleg eða jafn vel líkleg. Með henni sé þó verið að gefa almenningi sem og stjórnvöldum innsýn í það hvað möguleg innrás Kínverja í Taívan gæti þýtt. Bandaríkin Kína Taívan Suður-Kínahaf Hernaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar bandarísku stofnunarinnar Center for Strategic and International Studies (CSIS) sem lét framkvæmda umfangsmikla stríðsleiki (e. war games) til þess að kanna hver áhrif af ímyndaðri innrás Kínverja í Taívan yrðu. Greint er frá niðurstöðunni á vef CNN en stofnunin mun sjálf kynna niðurstöðurnar á fundi klukkan sjö í kvöld, sem horfa má á í beinu streymi hér í fréttinni, eða með því að smella hér. Spennan milli Kínverja annars vegar og nágranna þeirra, Bandaríkjamanna og annarra hefur aukist að undanförnu og þá að miklu leyti vegna Taívans og áhyggja af því að Kínverjar hyggi á innrás í eyríkið. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar komi til innrásar. Hermdu eftir mismunandi útfærslum Til þess að fá gleggri mynd af því hvaða áhrif slík innrás myndi hafa ákvað CSIS að framkvæmda svokallaða stríðsleiki þar sem hermt er eftir innrás Kínverja inn í Taívan. Spilaðar voru á þriðja tug mismunandi útfærslna á innrás. Markmiðið var einfalt. Að svara þeirri spurningu hvort að innrás Kínverja myndi heppnast og hver yrði kostnaðurinn við slíka innrás. Í frétt CNN segir að það svarið sé einfaldlega „nei“ og „gríðarlegur“. Mikill fórnarkostnaður Samvæmt niðurstöðunum er talið líklegt að Bandaríkin, Taívan og bandamenn þeirra myndu hafa betur komi til innrásar Kína í Taívan. Það myndi þó fela í sér að bandaríski herinn yrði verulega laskaður, ekki síst vegna þess að líklegt er að minnst tvö flugmóðurskip myndu tapast auk fjölda annarra hergagna. Þá er talið að ríflega þrjú þúsund hermenn myndu falla í þriggja vikna bardaga. Slíkt tap myndi hafa eyðileggjandi áhrif á stöðu Bandaríkjanna á heimsvísu til margra ára, segir í skýrslunni samkvæmt frétt CNN. Til samanburðar hafa um sjö þúsund bandarískir hermenn fallið á síðustu tveimur áratugum í átökunum í Írak og Afganistan. Niðurstöður stríðsleikana leiða einnig í ljós að kínverski sjóherinn yrði í molum, nær allur flotinn yrði ónothæfur auk þess sem að um tíu þúsund hermenn myndu falla, og tugþúsundir hermanna teknir sem stríðsfangar. Talið er að Kínverjar myndu glata 155 herflugvélum og þyrlum auk 138 herskipa. Þá er líkleg að eyríkið Taívan muni líða gríðarlega fyrir innrás, innviðir þar yrðu gerðir að engu og mannfall yrði töluvert. Fjögur lykilatriði Í skýrslunni kemur fram að í öll skiptin sem stríðsleikarnir hafi verið framkvæmdir hafi fjögur atriði reynst vera lykilinn að bandarískum sigri. Það er að taívanski herinn þyrfti að ná að hefta sókn Kínverja strax í byrjun, Bandaríkin yrðu að geta notað herstöðvar sínar í Japan til að hefja sókn, Bandaríkjaher þyrfti að geta beitt langdrægum eldflaugum gegn kínverska flotanum í miklu magni og að lokum þyrfti Bandaríkin að koma vopnum til Taívans áður en innrásin hæfist og stíga inn í atburðarásina með herafla um leið og innrásin yrði að veruleika. Stofnunin sjálf segir þó að með því að framkvæma stríðsleikana sé þó ekki verið að segja að innrás Kínverja inn í Taívan sé óumflýjanleg eða jafn vel líkleg. Með henni sé þó verið að gefa almenningi sem og stjórnvöldum innsýn í það hvað möguleg innrás Kínverja í Taívan gæti þýtt.
Bandaríkin Kína Taívan Suður-Kínahaf Hernaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent