Bandarískir bændur fá leyfi til að gera sjálfir við traktorana sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2023 06:59 John Deere er einn stærsti framleiðandi traktora og landbúnaðarvéla í heiminum. Bændur í Bandaríkjunum hafa unnið sigur í baráttunni gegn einum stærsta framleiðanda landbúnaðarvéla í heiminum og munu héðan í frá geta gert við eigin traktora eða látið gera við þá á verkstæðum sem eru ekki í eigu Deere & Co. Regnhlífasamtök aðila í landbúnaði (AFBF) og forsvarsmenn Deere & Co. undirrituðu samkomulag í gær sem felur í sér að eigendur landbúnaðarvéla megi gera sjálfir við tækin eða leita til sjálfstæðra verkstæða. Á sama tíma skuldbinda þeir sig til að gera ekki breytingar á grunn- og öryggisbúnaði vélanna. Þá mega þeir ekki „gefa upp viðskiptaleyndarmál“. Bændur sem hafa barist fyrir því að geta sjálfir gert við vélarnar sínar í stað þess að leita til viðurkenndra John Deere þjónustuaðila, sem rukka jafnan meira fyrir viðgerðir og varahluti, eru hluti stærri hreyfingar neytenda sem krefjast þess að viðgerðir verði gefnar frjálsar, ef svo má að orði komast. Það er að segja, að neytendum verði heimilt að gera sjálfir við eða leita til sjálfstæðra verkstæða, án þess að það hafi áhrif á ábyrgðarskilmála umræddrar vöru. Apple svaraði kallinu í fyrra, þegar eigendur iPhone fengu heimild til að skipta sjálfir um rafhlöður, skjái og myndavélar. Ástandið í Bandaríkjunum er öllu verra en í Evrópu, þar sem reglur eru í gildi sem skikka framleiðendur til að sjá til þess að varahlutir séu fáanlegir fyrir bæði neytendur og sjálfstæða viðgerðaraðila. Bandaríkin Landbúnaður Neytendur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Sjá meira
Regnhlífasamtök aðila í landbúnaði (AFBF) og forsvarsmenn Deere & Co. undirrituðu samkomulag í gær sem felur í sér að eigendur landbúnaðarvéla megi gera sjálfir við tækin eða leita til sjálfstæðra verkstæða. Á sama tíma skuldbinda þeir sig til að gera ekki breytingar á grunn- og öryggisbúnaði vélanna. Þá mega þeir ekki „gefa upp viðskiptaleyndarmál“. Bændur sem hafa barist fyrir því að geta sjálfir gert við vélarnar sínar í stað þess að leita til viðurkenndra John Deere þjónustuaðila, sem rukka jafnan meira fyrir viðgerðir og varahluti, eru hluti stærri hreyfingar neytenda sem krefjast þess að viðgerðir verði gefnar frjálsar, ef svo má að orði komast. Það er að segja, að neytendum verði heimilt að gera sjálfir við eða leita til sjálfstæðra verkstæða, án þess að það hafi áhrif á ábyrgðarskilmála umræddrar vöru. Apple svaraði kallinu í fyrra, þegar eigendur iPhone fengu heimild til að skipta sjálfir um rafhlöður, skjái og myndavélar. Ástandið í Bandaríkjunum er öllu verra en í Evrópu, þar sem reglur eru í gildi sem skikka framleiðendur til að sjá til þess að varahlutir séu fáanlegir fyrir bæði neytendur og sjálfstæða viðgerðaraðila.
Bandaríkin Landbúnaður Neytendur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Sjá meira